© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.9.2014 | 12:00 | Stefán | Landslið
LOGI SKORAÐI FLEST LANDSLIÐSSTIG Á ÁRINU 2014
Logi Gunnarsson er búinn að vera frábær í sókninni mynd: Gunnar Freyr
Íslenska körfuboltalandsliðið endaði landsliðsárið 2014 á því að tryggja sér sæti á sínu fyrsta stórmóti og körfuboltaáhugafólk getur strax farið að hlakka mikið til næsta árs þar sem Ísland verður með á EM 2015.

Íslenska landsliðið lék sex leiki á árinu 2014 og vann fjóra þeirra. Íslenska liðið tapaði báðum leikjunum eftir hörkuleiki við gríðarsterkt lið Bosníumanna.

Það var jöfn og hörð keppni um hver yrði myndi skora flest landsliðsstig á árinu 2014 og á endanum var það Logi Gunnarsson sem tryggði sér efsta sætið á listanum en það munaði ekki miklu á efstu mönnum.

Logi skoraði 77 stig í leikjunum sex eða 12,8 stig að meðaltali en það er aðeins tveimur stigum meira en Haukur Helgi Pálsson skoraði (75 stig, 12,5 í leik). Hörður Axel Vilhjálmson var síðan í þriðja sætinu með 69 stig (11,5) og fjórði var síðan Martin Hermannsson með 59 stig (9,8 í leik).

Jón Arnór Stefánsson spilaði aðeins tvo af þessum sex leikjum en varð engu að síður fimmti á listanum með 44 stig. Jón Arnór skoraði því 22,0 stig að meðaltali í leik.

Logi var einnig sá sem skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 13. Hörður Axel kom þar í öðru sæti með ellefu þrista og saman í þriðja sætinu voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Pavel Ermolinskij eð sjö þriggja stiga körfur hvor.


STIG LANDSMANNA ÍSLANDS ÁRIÐ 2014:
Logi Gunnarsson 77
Haukur Helgi Pálsson 75
Hörður Axel Vilhjálmsson 69
Martin Hermannsson 59
Jón Arnór Stefánsson 44
Hlynur Bæringsson 42
Pavel Ermolinskij 32
Sigurður Þorvaldsson 10
Elvar Már Friðriksson 9
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8
Ragnar Nathanaelsson 7
Axel Kárason 7
Helgi Már Magnússon 3
Ólafur Ólafsson 2

ÞRIGGJA STIGA KÖRFUR LANDSMANNA ÍSLANDS ÁRIÐ 2014:
Logi Gunnarsson 13
Hörður Axel Vilhjálmsson 11
Haukur Helgi Pálsson 7
Pavel Ermolinskij 7
Jón Arnór Stefánsson 6
Hlynur Bæringsson 3
Sigurður Þorvaldsson 2
Elvar Már Friðriksson 2
Axel Kárason 2
Martin Hermannsson 1
Helgi Már Magnússon 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Helgi Jónas Guðfinnson var í strangri gæslu, hér í leik gegn Ítalíu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið