© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.9.2014 | 12:00 | Stefán | Landslið
LOGI SKORAÐI FLEST LANDSLIÐSSTIG Á ÁRINU 2014
Logi Gunnarsson er búinn að vera frábær í sókninni mynd: Gunnar Freyr
Íslenska körfuboltalandsliðið endaði landsliðsárið 2014 á því að tryggja sér sæti á sínu fyrsta stórmóti og körfuboltaáhugafólk getur strax farið að hlakka mikið til næsta árs þar sem Ísland verður með á EM 2015.

Íslenska landsliðið lék sex leiki á árinu 2014 og vann fjóra þeirra. Íslenska liðið tapaði báðum leikjunum eftir hörkuleiki við gríðarsterkt lið Bosníumanna.

Það var jöfn og hörð keppni um hver yrði myndi skora flest landsliðsstig á árinu 2014 og á endanum var það Logi Gunnarsson sem tryggði sér efsta sætið á listanum en það munaði ekki miklu á efstu mönnum.

Logi skoraði 77 stig í leikjunum sex eða 12,8 stig að meðaltali en það er aðeins tveimur stigum meira en Haukur Helgi Pálsson skoraði (75 stig, 12,5 í leik). Hörður Axel Vilhjálmson var síðan í þriðja sætinu með 69 stig (11,5) og fjórði var síðan Martin Hermannsson með 59 stig (9,8 í leik).

Jón Arnór Stefánsson spilaði aðeins tvo af þessum sex leikjum en varð engu að síður fimmti á listanum með 44 stig. Jón Arnór skoraði því 22,0 stig að meðaltali í leik.

Logi var einnig sá sem skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 13. Hörður Axel kom þar í öðru sæti með ellefu þrista og saman í þriðja sætinu voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Pavel Ermolinskij eð sjö þriggja stiga körfur hvor.


STIG LANDSMANNA ÍSLANDS ÁRIÐ 2014:
Logi Gunnarsson 77
Haukur Helgi Pálsson 75
Hörður Axel Vilhjálmsson 69
Martin Hermannsson 59
Jón Arnór Stefánsson 44
Hlynur Bæringsson 42
Pavel Ermolinskij 32
Sigurður Þorvaldsson 10
Elvar Már Friðriksson 9
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8
Ragnar Nathanaelsson 7
Axel Kárason 7
Helgi Már Magnússon 3
Ólafur Ólafsson 2

ÞRIGGJA STIGA KÖRFUR LANDSMANNA ÍSLANDS ÁRIÐ 2014:
Logi Gunnarsson 13
Hörður Axel Vilhjálmsson 11
Haukur Helgi Pálsson 7
Pavel Ermolinskij 7
Jón Arnór Stefánsson 6
Hlynur Bæringsson 3
Sigurður Þorvaldsson 2
Elvar Már Friðriksson 2
Axel Kárason 2
Martin Hermannsson 1
Helgi Már Magnússon 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Unglingalandslið Íslands sem tók þátt í Evrópukeppninni í Antalya í Tyrklandi árið 1976. Frá vinstri: Steinn Sveinsson, fararstjóri, Örn Þórisson, Fram, Birgir Thorlacius, Fram, Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, Ómar Þráinsson, Fram, Þórir Einarsson, Fram, Pétur Guðmundsson, Val, Þorvaldur Geirsson, Fram, Óskar Baldursson, Breiðabliki, Erlendur Markússon, ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson, Val, Sigurjón Ingvarsson, Fram og Gunnar Gunnarsson, þjálfari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið