© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.12.2002 | 21:42 | Óskar Ó. Jónsson
Hefnd og sigur gegn heimamönnum
Íslenska karlalandsliðið vann sinn fyrsta sigur á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í kvöld þegar heimamenn í Lúxemburg voru lagðir af velli í þriðja leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið tapaði 70-83 í seinni leik liðsins í gær en nú vannst 64-61 sigur. Sverrir Þór Sverrisson átti frábæran leik en hann var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig auk þess að stela 6 boltum. Íslenska liðið spilar sinn síðasta leik á mótinu gegn Kýpur á morgun og þar ætla menn sér að bæta fyrir tapið gegn þeim í fyrsta leik mótsins á föstudaginn.

Eftir slakan fyrri hálfleik, sem tapaðist með 12 stiga mun, 28-40, rifu strákarnir sig upp. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari skipti í svæðisvörn sem skákaði sóknarleik Lúxemburgara og íslenska landsliðið vann seinni hálfleikinn 36-21 þar af vannst þriðji leikhlutinn 16-6. Íslensku strákarnir börðust vel sem sést vel á þeim 18 sóknafráköstum og 22 stolnum boltum sem liðið náði í leiknum.

Ísland-Lúxemburg 64-61 (12-22, 28-40, 44-46)

Stig íslenska liðsins í leiknum: Sverrir Þór Sverrisson 20 (6 stolnir), Friðrik Stefánsson 15 (9 fráköst, 7 í sókn), Jón Arnór Stefánsson 8 (10 fráköst), Páll Kristinsson 6 (8 fráköst), Skarphéðinn Ingason 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Magni Hafsteinsson 4, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.

Íslensku strákarnir spila síðasta leikinn gegn Kýpur á morgun og hefst sá leikur klukkan 11:00 í fyrramálið. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, lék sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í júní mánuði 2009. Hér er hann í viðtali hjá Adolfi Inga Erlingssyni fréttamanni Ríkissjónvarpsins. Myndatökumaðurinn er Óskar Nikulásson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið