© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.12.2002 | 17:45 | Óskar Ó. Jónsson
Mun betri leikur stelpnanna en samt tap gegn sterku liði Svía
Íslenska kvennalandsliðið tapaði öðrum leik sínum á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í dag gegn sterku liði Svía. Íslenska liðið sýndi þó mun betri en leik en í tapinu gegn Englandi daginn áður en varð samt að sætta sig við 29 stiga tap, 49-78. Svíar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 25-9 eftir fyrsta leikhluta og það munaði 18 stigum í hálfleik en staðan var þá 22-40 fyrir Svíum. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 12 stig en Birna Valgarðsdóttir gerði 11 stig. Íslensku stelpurnar spila síðasta leikinn gegn heimamönnum í Lúxemburg sem töpuðu með 19 stigum fyrir Svíum í gær.

Guðbjörg Norðfjörð, faraarstjóri íslenska liðsins var mun ánægðari með leik liðsins heldur en gegn Englendingum í gær og var viss um að með sama leik hefðu stelpurnar unnið þær ensku í fyrsta leiknum. Það er fyrst og fremst sóknarleikurinn sem er að hrjá íslenska liðið að hennar mati enda hefur lítill tími gefist fínstilla liðið í sókninni. Vörnin er hinsvegar búin að vera í góðu lagi.

Ísland-Svíþjóð 49-78 (9-25, 22-40, 34-61)
Stig íslenska liðsins: Erla Þorsteinsdóttir 12, Birna Valgarðsdóttir 11, Kristín Blöndal 9 (6 fráköst, 3 stolnir), Helga Þorvaldsdóttir 6, Svava Ósk Stefánsdóttir 5, Marín Rós Karlsdóttir 4, Hildur Sigurðardóttir 2.

Þetta var þriðji landsleikurinn gegn Svíum í sögunni en sænska liðið er með þeim betri í Evrópu. Fyrsti leikurinn tapaðist með 119 stiga mun á Norðurlandamótinu 1986 (15-134), íslenska liðið tapaði með 33 stiga mun á Norðurlandamótinu 2000 (47-80) og með þessu 29 stiga tapi í dag má áætla að íslenska liðið nálgist þær sænsku hægt og rólega.

Síðasti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í Lúxemburg á morgun og hefst hann klukkan 15:00 á íslenskum tíma. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Björgvin Rúnarsson kastar boltanum til að hefja leik Hauka og Njarðvíkinga þann 26. janúar 2006.  Það eru Egill Jónasson, UMFN, og Morten Szmiedowicz, Haukum, sem bítast um boltann.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið