© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.12.2002 | 17:45 | Óskar Ó. Jónsson
Mun betri leikur stelpnanna en samt tap gegn sterku liði Svía
Íslenska kvennalandsliðið tapaði öðrum leik sínum á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í dag gegn sterku liði Svía. Íslenska liðið sýndi þó mun betri en leik en í tapinu gegn Englandi daginn áður en varð samt að sætta sig við 29 stiga tap, 49-78. Svíar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 25-9 eftir fyrsta leikhluta og það munaði 18 stigum í hálfleik en staðan var þá 22-40 fyrir Svíum. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 12 stig en Birna Valgarðsdóttir gerði 11 stig. Íslensku stelpurnar spila síðasta leikinn gegn heimamönnum í Lúxemburg sem töpuðu með 19 stigum fyrir Svíum í gær.

Guðbjörg Norðfjörð, faraarstjóri íslenska liðsins var mun ánægðari með leik liðsins heldur en gegn Englendingum í gær og var viss um að með sama leik hefðu stelpurnar unnið þær ensku í fyrsta leiknum. Það er fyrst og fremst sóknarleikurinn sem er að hrjá íslenska liðið að hennar mati enda hefur lítill tími gefist fínstilla liðið í sókninni. Vörnin er hinsvegar búin að vera í góðu lagi.

Ísland-Svíþjóð 49-78 (9-25, 22-40, 34-61)
Stig íslenska liðsins: Erla Þorsteinsdóttir 12, Birna Valgarðsdóttir 11, Kristín Blöndal 9 (6 fráköst, 3 stolnir), Helga Þorvaldsdóttir 6, Svava Ósk Stefánsdóttir 5, Marín Rós Karlsdóttir 4, Hildur Sigurðardóttir 2.

Þetta var þriðji landsleikurinn gegn Svíum í sögunni en sænska liðið er með þeim betri í Evrópu. Fyrsti leikurinn tapaðist með 119 stiga mun á Norðurlandamótinu 1986 (15-134), íslenska liðið tapaði með 33 stiga mun á Norðurlandamótinu 2000 (47-80) og með þessu 29 stiga tapi í dag má áætla að íslenska liðið nálgist þær sænsku hægt og rólega.

Síðasti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í Lúxemburg á morgun og hefst hann klukkan 15:00 á íslenskum tíma. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá forkeppni Evrópumóts landsliða í Lugano í Sviss árið 1995.  Guðmundur Bragason, Sigfús Gizurarson og Herbert Arnarson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið