© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.12.2002 | 18:46 | óój
Keflavíkurstúlkur Kjörísbikarmeistarar
Keflavíkurstúlkur urðu í dag Kjörísbikarmeistarar kvenna eftir 80-54 sigur á KR í úrslitaleik í Smáranum. Þetta er fyrsta sinn sem hið sigursæla kvennalið Keflavíkur (9 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarmeistaratitlar) vinnur þennan titil en Keflavík hafði tapað fyrstu tveimur úrslitaleikjum keppninnar sem var nú leikin í þriðja sinn. Keflavík hafði örugga forustu allan tímann og höfðu 40-15 yfir í hálfleik. Báðir Kjörísbikararnir fóru því til Keflavíkur í vetur því karlaliðið varð einnig meistari í nóvember síðastliðnum.

Sonia Ortega var með 16 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík, Erla Þorsteinsdóttir gerði 14 stig og tók 10 fráköst á aðeins 22 mínútum, Anna Maria Sveinsdóttir var með 13 stig á 16 mínútum og fyrirliðinn Kristín Blöndal skoraði 10 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók fimm fráköst.

Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir með 16 stig og 11 fráköst en Hildu tók 7 frákastanna í sókn. Þá var Helga Þorvaldsdóttir með 10 stig og 11 fráköst. Kristín Björk Jónsdóttir, fyrirliði KR-liðsins síðustu tvö ár sem hefur verið við nám í Bandaríkjunum í vetur lék með KR í leiknum, skoraði 1 stig og tók 3 fráköst á 14 mínútum.

Keflavík vann þar með alla fimmtán leiki sína fyrir jól, tíu leiki í deildinni, fjóra leiki í Kjörísbikarnum og svo einn í bikarnum. Keflavíkurliðið vann ennfremur sinn áttunda leik í röð með meira en 20 stiga mun eða allt frá 19 stiga sigri liðsins í Grindavík 9. nóvember síðastaliðnum.

Yfirlit yfir sögu lokahluta fyrirtækjabikars kvenna, svonefnd keppni hinna fjögurra fræknu, má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hreiðar Hreiðarsson leikmaður Njarðvíkur heldur aftur af Ívari Webster leikmanni Hauka í bikarúrslitaleik liðanna 1986.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið