S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
21.12.2002 | 18:46 | óój
Keflavíkurstúlkur Kjörísbikarmeistarar
Sonia Ortega var með 16 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík, Erla Þorsteinsdóttir gerði 14 stig og tók 10 fráköst á aðeins 22 mínútum, Anna Maria Sveinsdóttir var með 13 stig á 16 mínútum og fyrirliðinn Kristín Blöndal skoraði 10 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók fimm fráköst. Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir með 16 stig og 11 fráköst en Hildu tók 7 frákastanna í sókn. Þá var Helga Þorvaldsdóttir með 10 stig og 11 fráköst. Kristín Björk Jónsdóttir, fyrirliði KR-liðsins síðustu tvö ár sem hefur verið við nám í Bandaríkjunum í vetur lék með KR í leiknum, skoraði 1 stig og tók 3 fráköst á 14 mínútum. Keflavík vann þar með alla fimmtán leiki sína fyrir jól, tíu leiki í deildinni, fjóra leiki í Kjörísbikarnum og svo einn í bikarnum. Keflavíkurliðið vann ennfremur sinn áttunda leik í röð með meira en 20 stiga mun eða allt frá 19 stiga sigri liðsins í Grindavík 9. nóvember síðastaliðnum. Yfirlit yfir sögu lokahluta fyrirtækjabikars kvenna, svonefnd keppni hinna fjögurra fræknu, má finna hér. |