© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.8.2014 | 9:00 | Stefán | Landslið
Hlynur, Logi og Sigurður að spila sinn fjórða Evrópuleik á þessum slóðum
Hlynur að kljást við Svartfellingana fyrir tveimur árum
Þrír leikmenn íslenska landsliðsins í körfubolta þekkja það betur en aðrir í liðinu að spila Evrópuleik í löndum fyrrum Júgóslavíu, Íslenska körfuboltalandsliðið er komið til Bosníu þar sem liðið mætir heimamönnum í kvöld í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2015.

Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson eru allir að fara spila sinn fjórða Evrópuleik á þessum slóðum.

Hlynur eru sá eini af þeim þremur sem hefur náð að skora yfir tíu stig eða meðaltali í leik en hann hefur skorað 10,3 stig að meðaltali í þremur leikjum sínum í löndum fyrrum Júgóslavíu.

Hlynur hefur verið fyrirliði í tveimur þessara leikja en Guðmundur Bragason var fyrirliði í þremur Evrópuleikjum Íslands í löndum fyrrum Júgóslavíu frá 1998 til 2000.

Þeir Hlynur, Logi og Sigurður Gunnar jafna með þessu met þeirra Fals Harðarsonar, Friðriks Stefánssonar og Herberts Arnarsonar sem allir léku fjóra leiki á Balkanskaganum um aldarmótin.

Teitur Örlygsson er aftur á móti sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir Ísland í löndum fyrrum Júgóslavíu en hann skoraði 56 stig í þremur leikjum eða 18,7 stig að meðaltali í leik.

Flestir spilaðir Evrópuleikir í löndum fyrrum Júgóslavíu:
Falur Harðarson 4
Friðrik Stefánsson 4
Herbert Arnarson 4
Hlynur Bæringsson 3
Fannar Ólafsson 3
Guðmundur Bragason 3
Helgi Már Magnússon 3
Hermann Hauksson 3
Hjörtur Harðarson 3
Jón Arnór Stefánsson 3
Logi Gunnarsson 3
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3
Teitur Örlygsson 3
Páll Axel Vilbergsson 3

Flest stig skoruð í Evrópuleikjum í löndum fyrrum Júgóslavíu:
Teitur Örlygsson 56 (18,7 stig í leik - 3 leikir)
Falur Harðarson 45 (11,3 í leik - 4 leikir)
Herbert Arnarson 45 (11,3 í leik - 4 leikir)
Guðmundur Bragason 39 (13,0 í leik - 3 leikir)
Hlynur Bæringsson 31 (10,3 í leik - 3 leikir)
Jakob Örn Sigurðarson 29 (14,5 í leik - 2 leikir)
Jón Arnór Stefánsson 23 (7,7 í leik - 3 leikir)
Helgi Jónas Guðfinnsson 23 (11,5 í leik - 2 leikir)
Logi Gunnarsson 21 (7,0 í leik - 3 leikir)
Hermann Hauksson 19 (6,3 í leik - 3 leikir)
Helgi Már Magnússon 16 (5,3 í leik - 3 leikir)
Haukur Helgi Pálsson 16 (8,0 í leik - 2 leikir)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þóra Melsted, formaður unglinganefndar KKÍ, og Anna María Ævarsdóttir, leikmaður U18 kvenna, á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið