© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.8.2014 | 18:53 | Kristinn | Landslið
Lúxemborg: Öruggur sigur í seinni leiknum


Lúxemborg og Ísland áttust við í annað sinn nú áðan og hafði Ísland öruggari sigur en tölurnar segja til um.

Lúxemborg komst í 7:2 en síðan tóku okkar strákar við sér og tóku yfirhöndina. Góð vörn og snarpar sóknir skiluðu 21:25 stöðu fyrir Ísland í lok 1. leikhluta. Næsti leikluti fór 12:25 fyrir okkur og staðn í leikhléi því 33:50. Í byrjun þriðja leikhluta tókum vð 5:13 sprett og var munrinn mest 26 stig í leiknum.

Þó að Lúxemborg hafi minnkað muninn í lokin þá var sigurinn aldrei í hættu. Haukur Helgi var öflugur með 21 stig og 6 fráköst. Logi Gunnarsson skoraði 12 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson 11 stig. Martin Hermannsson skoraði 10 stig. Alls skoruðu 11 af 12 leikmönnum liðsins.

Alls tóku strákarnir 44 fráköst gegn 26 heimamanna sem var svipað og í síðasta leik og lofar góðu fyrir framhaldið en fráköst verða mikilvægur þáttur í komandi leikjum.

Liðið heldur heim til Íslands á morgun og lendir um miðan dag í Keflavík. Framundan eru æfingar og svo fyrsti leikur í undankeppni EuroBasket 2015 í Laugardalshöllinni þann 10. ágúst gegn Bretum.

Miðasala er hafin á midi.is.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Diane og David Stern, framkvæmdistjóri NBA-deildarinnar, í heimsókn á Íslandi sumarið 1997.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið