S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
1.8.2014 | 7:00 | Kristinn | Landslið
Fimm leikmenn synir fyrrum landsliðsmanna
Í íslenska landsliðinu í Lúxemborg eru fimm synir fyrrverandi landsliðsmanna sem verður að teljast skemmtileg staðreynd. Leiðtoginn í landsleikjafjölda Logi Gunnarsson er sonur Gunnars Þorvarðarsonar (Njarðvík) sem lék 69 landsleiki árin 1974-1981 en Logi lék sinn 100. landsleik í gær og verður heiðraður í Laugardalshöllinni þann 10. ágúst fyrir leikinn gegn Bretlandi í undankeppi EuroBasket 2015. Axel Kárason er sonur Kára Marissonar (Valur, Njarðvík) sem lék 34 leiki árin 1972-1976. Þeir félagar Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannssonar sem eru á leið til LIU í New York í haust eru synir þeirra Friðriks Ragnarssonar (Njarðvík, KR), sem lék 31 landsleik milli 1989-1999, og Hermanns Haukssonar (KR, Njarðvík) sem lék 64 lansleiki á árunum 1994-2000. Faðir Pavel Ermolinskij, Alexander, lék 6 landsleiki fyrir Ísland þegar hann var leikmaður ÍA árið 1997. Samtals hafa því synirnir fimm leikið (fyrir leikinn í kvöld) 182 landsleiki og feðurnir 204 en eftir ferðina til Lúxemborg verður staðan orðin 192:204. |