S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31.7.2014 | 10:20 | Kristinn | Landslið
Logi Gunnarsson leikur sinn 100. landsleik í kvöld
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson mun í kvöld leika sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd þegar Ísland mætir Lúxemborg ytra. KKÍ mun að þessu tilefni verðlauna Loga með gullúri á heimaleiknum gegn Bretum þann 10. ágúst í Laugardalshöll fyrir sitt framlag og fyrir þetta frábæra afrek. KKÍ fékk Óskar Ófeig Jónsson til að taka saman tölfræði yfir feril Loga með landsliði karla. Logi lék sinn fyrsta landsleik á móti Noregi í Keflavík þann 1. ágúst árið 2000, en leikurinn var á Norðurlandamótinu, sem fram fór á Sunnubrautinni í Keflavík. Logi skoraði 6 stig í leiknum. Logi hefur skoraði 10 stig eða meira í 52 af þessum 99 landsleikjum og hann hefur brotið 20 stiga múrinn í fjórtán landsleikjum. Logi hefur mest skorað 30 stig í einum landsleik en hann náði því í vináttulandsleik á móti Noregi í DHL-höllinni 24. maí 2003. Logi hefur skorað 1100 stig í landsleikjunum 99 sem gera 11,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur ennfremur sett niður 139 þriggja stiga skot í þessum landsleikjum sínum. Logi hefur spilað landsleiki sem liðsmaður sjö félaga en hundraðsti landsleikurinn verður hans 30. sem leikmaður Njarðvíkur. Logi hefur einnig spilað leiki sem liðsmaður Gijon, Solna, BBC Bayreuth, Ulm, Angers BC og Giessen. Logi verður tólfti íslenski körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Hinir eru Guðmundur Bragason, Valur Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason, Torfi Magnússon, Guðjón Skúlason, Jón Sigurðsson, Teitur Örlygsson, Friðrik Stefánsson, Herbert Arnarson, Falur Harðarson og Jón Arnar Ingvarsson sem hafa einnig náð því að spila 100 landsleiki fyrir Ísland. Logi verður þriðji leikmaðurinn sem spilar sinn hundraðasta leik sem liðsmaður Njarðvíkur en það gerðu einnig þeir Teitur Örlygsson og Friðrik Stefánsson. Valur Ingimundarson spilað stærsta hluta síns landsferils sem leikmaður Njarðvíkur en var í Tindastól þegar hann náði hundraðasta leiknum árið 1989. Landsleikir Loga og stig eftir árum: 2000-7 leikir · 76 stig 2001-13 leikir · 175 stig 2002-3 leikir · 41 stig 2003-8 leikir · 124 stig 2005-6 leikir · 63 stig 2006-13 leikir · 165 stig 2007-9 leikir · 130 stig 2008-8 leikir · 84 stig 2009-9 leikir · 108 stig 2011-4 leikir · 51 stig 2012-10 leikir · 26 stig 2013-9 leikir · 57 stig |