© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.7.2014 | 23:01 | sara
Enn einn naumur ósigur íslensku stúlkanna í Rúmeníu
Ísland lék gegn heimaliði Rúmena á EM í Timisoara í kvöld og var þetta seinni leikur liðsins í milliriðli. Leikurinn var 5. leikur íslenska liðsins og 5 dögum á meðan Rúmenar höfðu leikið þrjá og tapað þeim öllum. Sigur í leiknum myndi þýða að íslenska liðið myndi spila um 12.-14. sæti en með ósigri 15.-17. sæti. Rúmenar fjölmenntu á áhorfendapallana á meðan íslenski fáninn var frekar einsamall á áhorfendabekkjunum.

Íslendingar hófu leikinn í góðri pressuvörn og féllu úr henni aftur í svæðisvörn sem skilaði góðri byrjun. Bríet Sif var öflug í sóknarleiknum og aðrir leikmenn fylgdu i kjölfarið. Ísland var yfir að loknum 1. leikhluta 18-12.

Í 2. leikhluta náðu Rúmenar betri tökum á sínum leik en Íslendingar héldu þó frumkvæðinu. Rúmenar settu grimma pressu á stelpurnar, eins öll liðin hafa gert í mótinu til þessa, og uppskáru auðveldar körfur. Sólrún Inga Gísladóttir kom sjóðheit af bekknum og setti 2 þrista. Í hálfleik var staðan 34-30 Íslandi í vil.

Í 3. leikhluta komu Rúmenar enn grimmari til leiks og náðu betri tökum á sóknarleik sínum. Góð sókn íslenska liðsins hélt stelpunum inni í leiknum þar sem stöllurnar Sara Rún og Sandra Lind fóru fremstar í flokki. Undir lok 3. leikhluta meiddist Sandar Lind á hné en eins og sannur fyrirliði lét hún Maríu sjúkraþjálfara tjasla sér saman og krafðist þess að fá að fara aftur inná völlinn. Staðan að loknum 3. leikhluta var 54-53 og spennan í algleymingi.

Í lokaleikhlutanum skiptust liðin á að hafa forystu. Rúmenar virtust ætla að landa sigri í stöðunni 72-66 með aðeins 2:30 eftir á klukkunni. Með harðfylgi náðu íslensku stelpurnar að minnka muninn niður í 71-72 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmenar fengu marga sénsa til þess að sigra leikinn af því íslenska liðið steig ekki nægjanlega vel út eins og oft áður í keppninni. Að þessu sinni reyndist það banabiti okkar á lokasekúndunum því auk þess sem Rúmenar tóku 3 sóknarfráköst í lokasókninni þá tóku þær einnig sóknarfrákast eftir eigið vítaskot. Í kjölfarið á þessu sóknarfrákasti skoruðu Rúmenar þriggja stiga körfu og stigu trylltan sigurdans.

Enn einu sinni í keppninni vantaði herslumuninn til að landa sigri. Eftir aðeins einn sigur í sex leikjum er ljóst að íslenska liðið spilar um sæti 15-17. Framundan eru tveir leikir hjá íslenska liðinu, á fimmtudag og föstudag. Þrátt fyrir brösugt gengi er hópurinn staðráðinn í að enda mótið með jákvæðum hætti.

Stigaskor:
Sara Rún 22 stig (12 fráköst, 6 stoðsendingar)
Sandra Lind 12 stig (4 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolnir boltar og 4 fiskaðar villur)
Sólrún Inga 12 stig (3 fráköst, 83% skotnýting)
Bríet Sif 9 stig
Elsa Rún 7 stig (7 fráköst, 2 varin skot og 4 fiskaðar villur)
Guðlaug Björt 4 stig (5 fiskaðar villur)
Þóra Kristín 3 stig (3 fráköst)
Sólrún S 2 stig (4 stoðsendingar)
Elínora 1 stig (2 fráköst)

Að þessu sinni var það Sandra Lind sem var valin maður leiksins eftir frábæran leik.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Friðrik Stefánsson í sjónvarpsviðtali eftir leik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið