© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.7.2014 | 17:25 | oskaroj
Stelpurnar komnar í úrslitaleikinn eftir sigur á Skotum
Íslenska kvennalandsliðið er komið í úrslitaleikinn í Evrópukeppni Smáþjóða eftir 26 stiga sigur á Skotum, 85-59, í undanúrslitaleiknum í dag. Ísland mætir annaðhvort Austurríki eða Möltu í úrslitaleiknum á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn fór fram eftir leik íslensku stelpnanna.

Helena Sverrisdóttir lék sinn fimmtugasta A-landsleik og hélt upp á það með því að gæla við þrennuna en hún var með 16 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í þessum örugga sigri. Helena var efst hjá Íslandi í öllum þessum tölfræðiþáttum.

Hildur Björg Kjartansdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Kristún Sigurjónsdóttir voru allar með 10 stig en Kristrún hélt uppi heiðri bekkjarins sem hefur skilað tíu stiga leikmanni í öllum þremur leikjum Íslands á mótinu.

Skoska liðið komst aldrei yfir í leiknum og sigur íslenska liðsins var mjög sannfærandi. Íslensku stelpurnar hafa oft hitt betur (35 prósent, 30 af 85) en þær börðust allar vel í fráköstunum (22 sóknarfráköst, +11 í fráköstum) og létu ekki furðulega dóma fara of mikið í taugarnar á sér. Sóknafráköstin skiluðu 23 stigum í nýjum sóknum sem var 20 stigum meira en skoska liðið fékk eftir sín sóknarfráköst.

Ívar Ásgrímsson spilaði á öllu liðinu og allar komust á blað nema Marín Laufey Davíðsdóttir. Marín tók aftur á móti 3 sóknarfráköst á þeim 4 mínútum sem hún spilaði.

Íslenska liðið vann alla fjóra leikhlutana þar af fyrsta leikhlutann 22-13 og þriðja leikhlutann 22-11. Íslenska liðið fékk dæmdar á sig fimm sóknarvillur í fyrri hálfleik en breiddin í liðinu er mikil og því fann íslenska liðið ekki mikið fyrir villuvandræðunum.

Ísland var þrettán stigum yfir í hálfleik, 40-27, og svo voru stelpurnar komnar með 62-38 stiga forskot (+24) fyrir lokaleikhlutann.

Ísland spilar úrslitaleikinn klukkan 17.00 á morgun að íslenskum tíma. Þetta verður jafnfram fyrsti kvöldleikur liðsins í mótinu en leikir liðsins hafa hingað til farið fram fyrr um daginn.

Íslensku stelpurnar ætla sér gullið en vita vel að þær þurfa betri leik á morgun ætli þær sér að vinna titilinn í ár. Ívar og stelpurnar fara vel yfir málin, laga það sem miður fór og mæta hungraðar í gullið í leikinn á morgun.

Tölfræði íslenska liðsins:
Helena Sverrisdóttir - 16 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolnir
Hildur Björg Kjartansdóttir - 10 stig, 7 fráköst
Pálína Gunnlaugsdóttir - 10 stig
Kristrún Sigurjónsdóttir - 10 stig, hitti úr 2 af 2 þriggja stiga skotum
Bryndís Guðmundsdóttir - 8 stig, 8 fráköst
Hildur Sigurðardóttir - 8 stig, 5 stoðsendingar
María Ben Erlingsdóttir - 8 stig
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - 6 stig
Gunnhildur Gunnarsdóttir - 5 stig
Sigrún Sjöfn Ámunadóttir - 3 stig, 7 fráköst, 3 stolnir
Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 1 stig, 5 villur
Marín Laufey Davíðsdóttir - 4 fráköst á 4 mínútum



Hildur Björg Kjartansdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá körfuboltahátíð KKÍ í Perlunni árið 1993.  Magnús Matthíasson, Henning Henningsson og Björn Leósson í kynningarbási A-landsliðs karla.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið