© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.7.2014 | 14:40 | oskaroj
Hildur setti nýtt leikjamet í stórsigri - Ísland komið áfram
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sigur í sínum riðli og sæti í undanúrslitum Evrópukeppni Smáþjóða með 90 stiga sigri á Gíbraltar, 120-30, í St Pölten í Austurríki í dag. Hildur Sigurðardóttir spilaði sinn 77. landsleik í dag og setti nýtt landsleikjamet.

Hildur var heiðruð sérstaklega í leikslok en hún fékk fána Gíbraltar þar sem allir leikmenn íslenska liðsins skrifuðu nafnið sitt og skemmtileg skilaboð en Hildur lék sína fyrstu landsleiki árið 1999.

Hildur hafði jafnað leikjamet Birnu Valgarðsdóttur í síðasta leik en nú varð hún fyrsta íslenska konan til þess að spila 77 A-landsleiki fyrir Ísland. Hildur bætti því við enn einni skrautfjöðurinni á árinu 2014 en hún sem fyrirliði Íslandsmeistara Snæfells var einnig kosin leikmaður ársins og besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í sigrinum á Gíbraltar með 20 stig en þau komu öll í fyrsta leikhlutanum sem Ísland vann 35-8. Helena meiddist síðan illa á ökkla í öðrum leikhluta og kom ekkert meira við sögu. Helena verður í meðferð hjá Thelmu Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara en sem betur fer eru tveir dagar í næsta leik en undanúrslitin fara fram á föstudaginn.

Íslenska liðið hélt áfrm að flagga beiddinni alveg eins og í fyrsta leiknum en fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira í leiknum, allar komust á blað og 10 af 12 voru með sjö stig eða meira.

Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 18 stig og tók 8 fráköst á 16 mínútum og átti sinn besta leik á árinu og Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst í öðrum leiknum í röð en hún skoraði 13 stig í dag auk þess að stela 5 boltum og taka 5 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir gaf tóninn með 7 stigum á upphafsmínútunum en Pálína stal alls 6 boltum í þessum leik og skoraði alls 11 stig.

Nýliðarnir halda áfram að minna á sig og þær eru áfram samtaka í stigaskoruninni en þær Margrét Rósa Háldanardóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir skoruðu báðar 9 stig í dag.

Íslenska liðið fékk að þessu sinni 56 stig af bekknum og hraðaupphlaupin skiluðu 45 stigum í dag. Þessi leikur var þó varla marktækur enda mótstaðan lítil en íslensku stelpurnar nálguðust hann á réttan hátt, höfðu gaman og gerðu þetta saman.

Íslenska liðið spilar næst í undanúrslitum á föstudagskvöldið en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hver mótherjinn verður. Helena verður þá vonandi orðin leikfær en hún hoppaði heim á hótel á öðrum fætunum.

Tölfræði íslenska liðsins í leiknum:

Helena Sverrisdóttir - 20 stig, 9 fráköst á 14 mínútum
Bryndís Guðmundsdóttir - 18 stig, 8 fráköst, hitti úr 7 af 9 skotum
Gunnhildur Gunnarsdóttir - 13 stig, 5 fráköst, 5 stolnir boltar
Pálína Gunnlaugsdóttir - 11 stig, 6 stolnir
Hildur Björg Kjartansdóttir - 10 stig, 6 fráköst á 15 mínútum
Marín Laufey Davíðsdóttir - 9 stig, 5 fráköst
Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 9 stig
María Ben Erlingsdóttir - 8 stig
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - 8 stig
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - 7 stig, 8 fráköst
Hildur Sigurðardóttir - 5 stig, 4 stolnir
Kristrún Sigurjónsdóttir - 2 stig
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, með formanni ritnefndar sögu KKÍ, Gunnari Gunnarssyni, og ritstjóra bókarinnar, Skapta Hallgrímssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið