© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.7.2014 | 13:21 | oskaroj | Landslið
Helena sú fyrsta sem skorar 30 stig á íslenskri grundu
Helena Sverrisdóttir skoraði 30 stig í seinni leiknum á móti Dönum í Stykkishólmi í gærkvöldi og varð um leið fyrsta íslenska konan sem skorar 30 stig eða meira með A-landsliðinu á leik á Íslandi.

Helena skoraði 22 af 30 stigum sínum í seinni hálfleik og framlengingu þar á meðal 11 stig í röð þegar íslenska liðið breytti stöðunni úr 62-73 í 73-73 og tryggði sér framlengingu.

Helena bætti einnig met sitt og Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að brjóta 30 stiga múrinn í þriðja sinn en fyrir leikinn voru Helena og Anna María jafnar með tvo 30 stiga leiki fyrir A-landsliðið.

Helena var ekki hætt þar því hún fór einnig yfir 800 stiga múrinn fyrst íslenskra kvenna en Helena hefur átt stigametið síðan að hún tók það af Önnu Maríu Sveinsdóttur síðasta sumar.

Helena varð ennfremur fyrsta íslenska konan sem nær að skora yfir tvö hundruð stig á heimavelli en hún tók þar metið af Birnu Valgarðsdóttur (195 stig) í fyrri leiknum á Ásvöllum.

Flest stig fyrir kvennalandsliðið í leik á Íslandi:
30 - Helena Sverrisdóttir (á móti Danmörku, 10.7.2014)
25 - Helena Sverrisdóttir (á móti Sviss, 27.8.2008)
23 - Helena Sverrisdóttir (á móti Svartfjallalandi, 29.8.2009)
22 - Hildur Sigurðardóttir (á móti Englandi, 28.5.2004)
22 - Erla Þorsteinsdóttir (á móti Englandi, 28.5.2004)
22 - Helena Sverrisdóttir (á móti Englandi, 20.5.2005)
21 - Birna Valgarðsdóttir (á móti Írlandi, 26.8.2009)
20 - Anna María Sveinsdóttir (á móti Kýpur, 5.6.1997)
20 - Birna Valgarðsdóttir (á móti Englandi, 21.5.2005)
20 - Anna María Sveinsdóttir (á móti Eistlandi, 29.12.1995)
20 - Helena Sverrisdóttir (á móti Írlandi, 23.9.2006)

Nokkrir punktar frá tímamótum leikmanna í Danaleikjunum:

Hildur Sigurðardóttir skoraði sitt 400. landsliðsstig í leiknum í Hólminum og varð aðeins fimmta konan til þess að ná því með íslenska A-landsliðinu.

Hildur Sigurðardóttir lék sinn 75. landsleik og vantar nú aðeins einn landsleik til þess að jafna landsleikjamet Birnu Valgarðsdóttur. Hildur skoraði sína 30. þriggja stiga körfu með A-landsliðinu í fyrri leiknum.

Hildur Björg Kjartansdóttir setti nýtt persónulegt stigamet á sínum heimavelli í Hólminum þegar hún skoraði 13 stig í seinni leiknum. 28 leikmenn hafa nú náð því að skora 13 stig eða meira í einum leik fyrir íslenska kvennalandsliðið.

Kristrún Sigurjónsdóttir lék sinn 30. landsleik á ferlinum í Stykkishólmi en hún hefur skorað 179 stig í þessum leikjum sínum. Kristrún er komin upp í sjötta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur með landsliðinu en þær eru orðnar 28 talsins hjá henni.

Guðbjörg Sverrisdóttir lék sinn fyrsta landsleik í Hólminum og skoraði 5 stig. Hún setti niður tvær körfur og báðar eftir stoðsendingu frá stóru systur sinni Helenu Sverrisdóttur. Það hafa aðeins ellefu konur skorað meira en hún í sínum fyrsta landsleik og Guðbjörg varð aðeins fjórði nýliðinn sem skoraði þriggja stiga körfu í sínum fyrsta landsleik.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir léku sinn fyrsta landsleik á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið. Ívar Ásgrímsson gaf því þremur nýliðum tækifærið í þessum tveimur leikjum og alls hafa átta konur spilað sinn fyrsta A-landsleik undir stjórn Ívars.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla á mót á Möltu í desember 1986.  Teitur Örlygsson, Páll Kolbeinsson, Hreiðar Hreiðarsson, Einar Ólafsson, Pálmar Sigurðsson og Gunnar Þorvarðarson í einni af hinum frægu gömlu rútum á Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið