© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.7.2014 | 22:41 | KKÍ | Landslið
Stelpurnar komust lítið áleiðis á móti grimmu dönsku liði
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með 31 stigi á móti Dönum, 53-84, í æfingaleik á Ásvöllum í kvöld en þetta var fyrsti leikur stelpnanna á árinu og ennfremur fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í tæp fimm ár.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu með 14 stig og 7 fráköst en Kristrún Sigurjónsdóttir kom með 12 stig inn af bekknum og þá skoraði Hildur Björg Kjartansdóttir 8 stig.

Liðin mætast aftur í Hólminum á morgun og þá ná íslensku stelpurnar vonandi að sýna miklu meira en þær gerðu í leiknum í kvöld.

Íslensku stelpurnar fengu flottan stuðning í kvöld því það var vel mætt á leikinn á Ásvöllum. Því miður náði liðið sér ekki á strik á móti sterku dönsku liði sem lokaði flestum leiðum með góðri vörn og raðaði síðan niður körfunum í seinni hálfleiknum.

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn samt ágætlega því þær komust í 16-9 og voru 16-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið var átta stigum yfir, 24-16, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks.

Danska liðið kom muninum niður í tvö stig fyrir hálfleik, 28-26, og keyrði síðan yfir íslenska liðið í þriðja leikhlutanum sem þær dönsku unnu 30-12. Íslensku stelpurnar komust reyndar í 33-28, en þá komu tólf dönsku stig í röð og eftir það lék allt í höndunum á danska liðinu á meðan ekkert gekk hjá þeim íslensku.

Danir bættu bara við í lokaleikhlutanum sem þær unnu 28-13 og munurinn var því 31 stig í lokin. Danska liðið hitti út 67 prósent skota sinna í seinni hálfleiknum og skaut hreinlega íslensku stelpurnar í kaf í tveimur síðustu leikhlutunum.

Íslenska liðið tapaði alls 30 boltum í leiknum eða sextán fleiri en danska liðið og þessi vandræði í sókninni voru liðinu afar dýrkeypt. Danir hittu vissulega vel í seinni hálfleiknum en fengu líka alltaf opin færi þegar íslenska liðið missti algjörlega dampinn í mótlætinu.

Hrannar Hólm er þjálfari danska liðsins og hann er á góðri leið með dönsku stelpurnar sem spiluðu mjög flottan leik í kvöld, voru grimmar í vörninni og spiluðu síðan mjög vel saman í sókninni.

Helsta tölfræði íslensku stelpnanna í leiknum:
Helena Sverrisdóttir - 14 stig og 7 fráköst
Kristrún Sigurjónsdóttir - 12 stig, hitti úr 4 af 6 skotum sínum
Hildur Björg Kjartansdóttir - 8 stig
Hildur Sigurðardóttir - 5 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolnir
Pálína Gunnlaugsdóttir - 5 stig
Bryndís Guðmundsdóttir - 4 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - 2 stig
María Ben Erlingsdóttir - 2 stig
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - 1 stig

Gunnhildur Gunnarsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir spiluðu allar en skoruðu ekki.

Það er hægt að sjá alla tölfræði leiksins með því að smella hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leifur S. Garðarsson fullur einbeitingar í leik í Sluc Nancy og Scaligera frá Ítalíu en leikurinn fór fram á heimavelli Nancy í Frakklandi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið