© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.5.2014 | 7:00 | Kristinn
Körfuboltanámskeið Fjölnis í sumar
Fjölnir býður öllum börnum og unglingum sem hafa áhuga á að bæta sig og hafa gaman að körfubolta gefst tækifæri til æfinga í sumar, þar mun metnaður, ánægja og gleði mráða ríkjum.

Mikil körfuboltahefð hefur skapast í Grafarvoginum sem sést m.a. á því að karlaliðið
komst upp í úrvalsdeild í vetur og kvennaliðið féll út í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild.

Einnig hefur Fjölnir alið upp leikmenn sem spila nú sem atvinnumenn í Evrópu.
Margir efnilegir leikmenn eru í félaginu og mikill kraftur hefur verið í yngri flokka
starfinu í vetur og ekkert verður gefið eftir í sumar. Búið er að ráða mjög hæfa þjálfara til að sjá um metnaðarfullt sumar starf deildarinnar.

Boltanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008
Hvert námskeiðið er frá kl. 9-12 alla virka daga. Boðið er upp á gæslu milli 8 - 9 og 12 – 13 sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Börnin þurfa að taka með sér hollt og gott nesti. Þátttökugjald er 4.500 kr. fyrir námskeiðið. Boðið er upp á 10% systkina afslátt.

Námskeið:
1. 10. - 13. júní (4 dagar)
2. 16. - 20. júní (4 dagar)
3. 23. - 27. júní (5 dagar)
4. 30. júní - 4. júlí (5 dagar)

Umsjónarmaður verður Ægir Þór Steinarsson. Ægir Þór er uppalinn hjá Fjölni og er atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta. Hann hefur þjálfað börn og unglinga hjá félaginu. Með honum verða þrír 14-16 ára leikmenn úr yngri liðum Fjölnis.

Akademía 1
Krakkar fæddir 2000-2004. Námskeiðið er frá kl. 13-15 alla virka daga í Dalhúsum. Þjálfarar eru Ægir Þór Steinarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson atvinnumenn í körfubolta í Svíþjóð og á Spáni. Báðir eru uppaldir hjá Fjölni og hafa spilað með yngri landsliðum Íslands og Ægir á að baki A landsleiki fyrir hönd Íslands.

Námskeið:
1. 10.-28. júní (3 vikur) Verð 10.500 krónur
2. 30. júní-11. júlí (2 vikur) Verð 7.000 krónur
3. 5.-15. ágúst (2 vikur) Verð 7.000 krónur

TILBOÐ:
Ef allt tímabilið er greitt saman er verðið 20.000 kr. í stað 24.500 kr. (4.500 kr. í afslátt). Systkinaafsláttur er 10% en gildir ekki fyrir heildarnámskeiðstilboðið.

Akademía 2
Unglingar fæddir 1995-1999 Námskeiðið er frá kl. 16:30-18:30 frá mánudegi til fimmtudags og í hádeginu á föstudögum í Dalhúsum. Þjálfarar eru Arnþór Freyr Guð munds son og Hjalti Þór Vilhjálmsson. Arnþór Freyr er atvinnumaður á Spáni og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hjalti Þór er þrautreyndur þjálfari og leikmaður úr úrvalsdeild og þjálfar karlalið Fjölnis í úrvalsdeild. Báðir eru þeir uppaldir hjá Fjölni.

Námskeið:
1. 10. - 28. júní (3 vikur) Verð 10.500 krónur
2. 30. - 11. júlí (2 vikur) Verð 7.000 krónur
3. 5. - 15. ágúst (2 vikur) Verð 7.000 krónur

TILBOÐ:
Ef allt tímabilið er greitt saman er verðið 20.000 kr. í stað 24.500 kr. (4.500 kr. í afslátt). Systkinaafsláttur er 10% en gildir ekki fyrir heildarnámskeiðstilboðið.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Fjölnis, www.fjolnir.is.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, með formanni ritnefndar sögu KKÍ, Gunnari Gunnarssyni, og ritstjóra bókarinnar, Skapta Hallgrímssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið