© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.9.2002 | 13:32 | bl
Framkvæmdastjóraskipti á heimsþingi FIBA
Alþjóðakörfuknattleikssambandið – FIBA – hélt 17. heimsþing sitt í Indianapolis í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Heimsþingið er haldið á fjögurra ára fresti, ávallt í tengslum við heimsmeistaramót karlalandsliða, sem haldið verður í hinum glæsilegu keppnishöllum í Indianapolis, Fonseco Fieldhouse, heimavelli Indiana Pacers liðsins, og hinni gríðarlega miklu RCA-Dome höll, sem tekur 37 þúsund manns í sæti. Ólafur Rafnsson formaður KKÍ sat þingið fyrir Íslands hönd.

FIBA fagnar nú 70 ára afmæli sínu, en það var árið 1932 sem sjö þjóðir komu saman í Genf í Sviss og stofnuðu heimssamband í körfuknattleik. Það er því með táknrænum hætti að höfuðstöðvar sambandsins voru fluttar nú fyrr í sumar frá München í Þýskalandi til Genfar í Sviss.

Á 70 árum hafa einungis tveir aðilar gegnt hinni valdamiklu stöðu framkvæmdastjóra FIBA, Englendingurinn R. William Jones frá 1932 til 1976, en frá þeim tíma Júgóslavinn Borislav Stankovic. Hann stendur nú á áttræðu, og var það eitt hið markverðasta sem gerðist á þinginu að hann lét af störfum, og með honum kvöddu nokkrir aldnir heiðursmenn. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið tilnefndur, en það er Svisslendingurinn Patrick Baumann, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri FIBA frá árinu 1995.

mt: Ólafur Rafnsson formaður KKÍ ásamt Borislav Stancovic fráfarandi framkvæmdastjóra FIBA.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn íþróttafulltrúi, Stefán mótastjóri og Ágúst landsliðsþjálfari kvenna draga í 32-liða úrslitum bikarkeppni yngriflokka haustið 2008
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið