© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.8.2002 | 9:23 | bl
Finnar alltaf erfiðir mótherjar
Ísland mætir Finnlandi í fyrsta leik Polar cup mótsins í Osló á föstudag. Finnar hafa ávalt reynst Íslendingum erfiður ljár í þúfu og aðeins tveir sigrar hafa unnist gegn þeim í 26 landsleikjum. Það er því ljóst að róðurinn verður þungur hjá íslenska liðinum á föstudag.

Ísland sigraði Finnland í fyrsta skipti í vináttulandsleik í Keflavík árið 1981 97-95 og síðan vannst sigur á Finnum á Polar cup í Århus 1998 68-65. Síðustu þrír leikir gegn Finnum töpuðust allir, 70-75 á Polar cup í Keflavík árið 2000 og í fyrra urðu úrslitin 73-84 á Ásvöllum og 66-97 í Helsinki í undankeppni EM.

Finnar mættu Þjóðverjum í vináttulandsleik í sumar og töpuðu 70-84. Þá léku þeir tvo leiki í Eystrasalts-mótinu, töpuðu fyrur Lettum 87-120, en unnu Eista 96-88.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þjálfarar í úrvalsbúðum KKÍ stilla sér upp með hóp stúlkna eftir æfingu.  Þjálfarar f.v.: Finnur Stefánsson, Logi Gunnarsson, Einar Árni Jóhannsson og Snorri Örn Arnaldsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið