© 2000-2026 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.9.2013 | 9:14 | Kristinn | FIBA
Frakkar Evrópumeistarar 2013


Frakkar eru Evrópumeistarar karla í körfubolta 2013 eftir sigur á Litháen í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitil Frakka en þeir töpuðu úrslitaleiknum í Litháen 2011.

Þá léku þeir gegn Spánverjum, en Frakkar mættu þeim nú í undanúrslitum þar sem þeir höfðu sigur í framlengdum leik og komu fram hefndum. Spánverjar hlutu síðan bronsið eftir sigur á Króötum.



Tony Parker var réttilega valinn MVP mótsins en hann var frábær á mótinu og leiddi sitt lið til sigurs. Hann hafði eins og áður segir hlotið silfur 2011 og einnig brons 2005 en nú var komð að gullinu 2013.

Ásamt Tony í úrvalsliðið var valinn Goran Dragic, í liði heimamanna Slóvena sem höfnuðu í fimmta sæti á mótinu. Hann var fjórði stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali á mótinu með 15.8 stig að meðaltali. Bojan Bogdanovic, Króatíu var valinn í framherja stöðuna (17.4 stig að meðaltali) en hann átti stóran þátt í góðu gengi Króata. Linaz Kleiza Litháen og Marc Gasol voru einnig valdir í úrvalsliðið. Marc Gasol leiddi sitt liði í stigum og fráköstum á mótinu og Kleiza var valinn besti framherjinn á mótinu af fjölmiðlum.

Hér má svo sjá smá sýnishorn frá þessum leikmönnum af mótinu


Þá er ljóst hvaða lið fara á heimsmeistarmótið 2014 sem verður haldið á Spáni en 6 lið tryggðu sér þátttöku sem fulltrúar Evrópu á mótinu, en enn á eftir að gefa 4 "Wildcard" sæti og því gætu evrópsk lið bæst í hópinn.

Sex efstu liðin urðu Frakkland, Litháen, Spánn, Króatía, Slóvenía og Úkraína.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, með formanni ritnefndar sögu KKÍ, Gunnari Gunnarssyni, og ritstjóra bókarinnar, Skapta Hallgrímssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið