© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.8.2013 | 21:47 | Stefán | Landslið
Sigur í Höllinni í skemmtilegum leik
Haukur Helgi spilaði vel í landsliðsbúningnum í kvöld - mynd: Gunnar Freyr
Ísland lagði Rúmena að velli 77-71 í Laugardalshöll í skemmtilegum leik.

Ísland var með frumkvæðið allan leikinn en gestirnir náðu að jafna í lok fyrri hálfleiks og í byrjun fjórða leikhluta. En íslensku strákarnir stóðust pressuna og svöruðu jafnóðum. Lokatölur leiksins 77-71 og Ísland með sinn annan sigur á Rúmenum í undankeppninni.

Jakob Sigurðarson var stigahæstur hjá Íslandi með 23 stig og næstur honum var Haukur Helgi Pálsson með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Jón Arnór setti 11 stig og nokkur mikilvæg stig á endasprettinum.

Var þetta síðasti leikur Íslands í undankeppninni og lendir Ísland í öðru sæti á eftir Búlgaríu og Rúmenar verma botnsætið.

Lokastaðan:
Búlgaría 3/1
Ísland 2/2
Rúmenía 1/3

Tölfræði leiksins

Búlgaría mætir Sviss í undanúrslitum og fara leikirnir fram í næstu viku.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Afmælisbarn dagsins er Slavko Vranes leikmaður landsliðs Svartfjallalands sem trónir hér yfir aðra leikmenn á vellinum í leik gegn Íslandi í Laugardalshöllinni 17. september 2008. Slavko er 2.30 á hæð og og er fæddur 30. janúar 1983.  Hann mældi löglega hæð á körfunum í Höllinni með því að rétt upp hendina og bera saman við fingurna. Karfan var aðeins of há og var lækkuð að beiðni þjálfarans. Jakob Örn sem er þarna í treyju nr. 6 er til samanburðar 192 cm á hæð.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið