© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.8.2013 | 18:19 | Kristinn | Landslið
EM 2015: Ísland lagði lið Rúmeníu á útivelli
Ragnar Nathanaelsson treður yfir háflt rúmenska liðið
Ísland sigraði í rétt í þessu Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2015 í Constanta, Rúmeníu.

Íslenska liðið var að leika sinn annan leik í heimsókn til Búlgaríu og Rúmeníu í sömu ferð en áður höfðu íslensku strákarnir tapað gegn Búlgaríu í fyrsta leik keppninnar.

Íslenska liðið byrjaði feiki vel þó heimamenn skoruðu fyrstu körfu leiksins þá komu 16 íslensk stig í kjölfarið á fyrstu fimm mínútum leiksins og leiddi 25:10 eftir fyrsta leikhluta. Liðið lék eftir leikplani þjálfarans og gáfu rúmenska liðinu fá tækifæri í sókninni og stálu boltanum ítrekað eftir góða liðsvörn.

Þó að rúmenska liðið minnkaði muninn í fimm stig á tímabili í leiknum átti íslenska liðið alltaf svör og náði forskoti sem þeir héldu út leikinn.

Lokatölur 72:64 í síst of stórum sigri.

Skemmtilegt atvik átti sér stað fyrir upphaf leiksins en Pavel Ermolinskij skartaði svörtum sokkum í upphitun sem dómarar og eftilitsmaður höfðu athugasemd við og fékk Pavel þá hvíta sokka hjá liðstjóra liðsins og starfsmanni KKÍ, Kristni Geir, og sagði Pavel í léttum tón eftir leikinn að þetta hefði verið lykilinn að sigri íslenska liðsins.

Næsti leikur verður heimaleikur í Laugardalshöllinni gegn Búlgaríu þann 13. ágúst þar sem stefnan er sett á sigur. Miðasala er hafin á Miði.is

Stigahæstir í íslenska liðinu í dag voru Haukur Helgi Pálson með 24 stig, Jakob Örn Sigurðarson 15 stig, Pavel Ermolinskij með 12 stig og 6 fráköst, Hlynur Bæringsson var með 7 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

Sjá nánar á FIBA Europe (tölfræði, umfjöllun og viðtöl).



Raggi Nat treður yfir hálft rúmenska liðið
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar sumarið 2006. Liðinu stjórnaði Einar Árni Jóhannsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið