© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.7.2013 | 14:57 | FÍR
Landsliðshópurinn klár fyrir Kína
Martin Hermannsson er í landsliðshópnum sem fer til Kína
A-landslið karla er þessa dagana að undirbúa sig fyrir undankeppni Evrópukeppninnar sem hefst í byrjun ágúst en leikið er um eitt sæti á Eurobasket 2015 í Úkraínu.

Ísland er í riðli með Rúmeníu og Búlgaríu.

Framundan eru fimm æfingaleikir fram að Evrópukeppni.

Æfingamót í Kína 16. – 22. júlí:
Liðið heldur til Kína þriðjudaginn 16. júlí til að taka þátt í 4-landa móti en auk heimamanna og okkar verða lið Makedóníu og Svartfjallalands sem eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópukeppninnar sem fram fer í Slóveníu í september. Ljóst er að um að alvöru æfingaleiki verður að ræða.

Æfingaleikir við Dani 25. og 26. júlí:
25.07. Ásgarður
17:00 Ísland – Danmörk U22 ára lið þjóðanna
19:15 Ísland – Danmörk A-landslið þjóðanna

26.07. Keflavík
17:00 Ísland – Danmörk U22 ára lið þjóðanna
19:15 Ísland – Danmörk A-landslið þjóðanna


Hópurinn sem heldur utan til Kína á þriðjudaginn er skipaður eftirtöldum aðilum:

4 Brynjar Þór Björnsson • KR
5 Haukur Helgi Pálsson • La Bruixa d'Or (áður Manresa)
6 Jakob Örn Sigurðarson • Sundsvall Dragons
7 Jóhann Árni Ólafsson • Grindavík
8 Hlynur Bæringsson • Sundsvall Dragons
10 Martin Hermannsson • KR
11 Axel Kárason • Værlose
12 Ragnar Nathanaelsson • Hamar
13 Hörður Axel Vilhjálmsson • Free Agent
14 Logi Gunnarsson • Free Agent
15 Pavel Ermolinskij • Free Agent

Peter Ökvist • Þjálfari
Pétur Már Sigurðsson • Aðstoðarþjálfari
Arnar Guðjónsson • Aðstoðarþjálfari
Jóhannes Marteinsson • Sjúkraþjálfari
Hannes S. Jónsson • Fararstjóri
Friðrik I. Rúnarsson • Fararstjóri

Í morgun kom í ljós að Jón Arnór Stefánsson þarf að hvíla í 10 daga en hann á við smávægileg meiðsl að stríða. Hann verður klár í slaginn fyrir leikina gegn Dönum og Evrópuleikina. Því miður var ekki hægt að fá áritun til Kína fyrir leikmann í hans stað með svo stuttum fyrirvara svo það fara 11 leikmenn í þessa ferð.

Darri Hilmarsson, Stefán Karel Torfason og Þorgrímur Kári Emilsson eru enn í æfingahópnum og munu vera með liðinu eftir að það kemur heim frá Kína.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 24. febrúar 2001.  Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ávarpar veislugesti.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið