© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.5.2013 | 21:22 | hsj | Landslið
Smáþjóðaleikar · Sigur gegn Andorra


Íslenska karlalandsliðið vann Andorra í kvöld í Lúxemborg 72:67, í þriðja leik liðsins á Smáþjóðaleikunum. Leikjurinn var jafn og spennandi, en bæði lið leiddu mest með tíu stigum um tíma. Þar með hefur íslenska liðið unnið tvo leiki og tapað einum á mótinu.

Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleik og var hittnin ekki í nógu góðu lagi íslensku drengjunum.

Framkvæmd leiksins í fyrri hálfleik var langt frá því að vera í lagi og þegar leikmenn gengu til búningsherbergja var jafnt 35:35. Eftir að dómarar höfðu yfirfarið skýrslu og ráðfært sig við eftirlitsmann þá var staðan orðinn þannig að Andorra voru komnir fjórum stigum yfir 33:37.

Strákarnir komu ákveðnir inn í 3. leikhluta og komust sex stigum yfir með því að vinna leikhlutann með 10 stigum. Strákarnir héldu forystunni í í fjórða leikhluta þrátt fyrir að Andorra næði þessu niður í eitt stig og góð barátta skóp mikilvægan sigur.

Ægir Þór var stigahæstur í leiknum með 17 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar, Jón Ólafur var með 11 stig og 7 fráköst, Brynjar Þór var með 10 stig og 5 fráköst og Ragnar var með 9 stig, 8 fráköst og 4 varin skot.

Jóhann Árni Ólafsson hafði þetta að segja að leik loknum:
„Leikurinn þróaðist þannig að við náðum að skora jafnt og þétt í leiknum og halda dampi gegnum allan leikinn. Við framkvæmdum litlu atriðin vel á réttum augnablikum, það og mikil barátta í lokin færði okkur þennan sigur í kvöld. Einnig þá fengum við framlag frá öllum leikmönnum og leikmenn stigu upp á réttum augnablikum, þess má geta að nýliðinn Elvar Már Friðriksson átti snilldarinnkomu.
Það er góð stemning í hópnum og andrúmsloftið gott sérstaklega eftir svona sigur.“

Ægir Þór Steinarssonog hafði þetta að segja að leik loknum:
„Við náðum að halda okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik en komum sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þá gerðum við loksins það sem við töluðum um, sóttum inn í teig og settum stóru skotin niður. Varnarfráköstin voru að hjálpa okkur mikið svo ekki sé talað um innkomur frá bekknum og þá sérstaklega frá Elvari Má Friðrikssyni en hann náði að stjórna hraðanum sem var gríðarlega mikilvægt við að ná upp forystunni“.

Á morgun föstudag mæta karla- og kvennaliðið Kýpur, leikur stelpnanna er kl. 14:00 að íslenskum tíma og strákarnir kl. 16:16.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Hluti af hinum 8000 áhorfendum á leiknum, en ekki heyrðist mannsins mál í húsinu allan leikinn vegna hávaða.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið