© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.5.2013 | 15:22 | Kristinn | Yngri landslið
NM · U16-stúlkna: Slæm byrjun bjó til erfiða brekku


Leikur tvö á fjórða keppnisdegi sem er gegn Svíþjóð var leikur U16-stúlkna. Stelpurnar unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu fyrir Finnlandi í gær.

Byrjunarlið Íslands: Ingibjörg, Þóra Kristín, Kristrún, Karen Dögg, Eva.

1. leikhluti
Leikurinn fór hægt af stað en Svíþjóð hitti vel úr opnum skotum á meðan stelpurnar okkar voru í vandræðum með að finna opin færi. Staðan 0:15 eftir fyrstu 5 mín. leiksins þegar Tómas tók leikhlé. Stelpurnar okkar skoruðu sín fyrstu stig eftir 6 og hálfa mínútu með laglegum samleik Ingibjargar og Evu. Stigin urðu að lokum 5 gegn 30 hjá þeim sænsku og á brattan að sækja hjá okkar liði.

2. leikhluti
Stelpurnar okkar mættu ákveðnar eftir leikhlutaskiptin og spiluðu eins og þær geta, leikhlutinn fór 17:20 og stelpurnar sýndu að þær eiga fullt erindi í lið Svía eftir að hafa endurstillt sinn leik. Eva setti 10 stig og var kominn með 15 alls. Staðan 22:50í hálfleik.

Stigaskor Íslands í fyrri hálfleik:
Eva 15 stig, Kristrún 3 stig og Þóra Kristín og Karen Dögg 2 stig hvor.

3. leikhluti
Stelpurnar byrjuðu af sama krafti og þær enduðu fyrri hálfleikinn og skora í fyrstu þrem sóknum sínum og stóðu á pari við lið Svía eftir leikhlutann sem fór 16:16. Stelpurnar sóttu vel

4. leikhluti
Aðeins var farið að draga af okkar stelpum eftir erfiðan leik og var lítið skorað hjá báðum liðum. Leikhlutinn fór 5:10 og lokaniðurstaðan 43:76 fyrir heimastúlkur.

Sigaskorið hjá Íslandi:
Eva Kristjánsdóttir 26 stig og 6 fráköst, Kristrún Björgvinsdóttir 6 stig og 6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 3 stig og 4 fráköst og Salvör Ísberg, Ingibjörg Sigurðardóttir, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir 2 stig hver.

Niðurstaðan:
Eftir erfiða byrjun í fyrsta leikhluta sýndu stelpurnar að þær geta barist og ákváðu að gefast ekki upp. Þær voru jafnar þeim sænsku það sem eftir lifði leik og munurinn á milli liðanna slæm byrjun okkar liðs. Sænska liðið leikur úrslitaleik gegn því finnska á morgun um sigur á mótinu, bæði lið taplaus. Svíar eru með stóra leikmenn og hittu mjög vel í leiknum.

Næsti leikur er við Dani á morgun í lokaleik U16-stúlkna á mótinu sem hafa nú unnið tvo leiki og tapað tveim. Hann hefst kl. 12.30 að íslenskum tíma.

Næsti leikur hjá U18-karla er gegn Svíþjóð kl. 17.00 að íslenskum tíma á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum

Viðtal við Ingibjörgu eftir leikinn
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslandsmeistarar Breiðabliks 1995.  Aftari röð frá vinstri: Sigurður Hjörleifsson þjálfari, Guðrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Hrefna Hugósdóttir, Elísa Vilbergsdóttir, Unnur Henrysdóttir, Svana Bjarnadóttir, Hanna Kjartansdóttir, Hannes S. Jónsson varaformaður, Sævar Guðbergsson stjórnarmaður og Jóhann Árnason formaður.  Fremri röð frá vinstri: Hildur Ólafsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Penny Peppas, Olga Færseth og Sólveig Kjartansdóttir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið