© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.5.2013 | 12:24 | Kristinn | Yngri landslið
NM · U16 drengir með öruggan sigur, úrslitaleikur á morgun!


Fyrsta verkefni „Svíþjóðardagsins“ í dag er hjá U16-drengjum í Solna Halllen, á heimavelli Solna Vikings, þar sem allir okkar leikir fara fram í dag.

Byrjunarlið Íslands: Kári, Kristinn, Hilmir, Halldór, Sæþór.

1. leikhluti
Strákarnir okkar byrja í pressu allan völlinn eftir skoraða körfu. Frábær byrjun hjá Sæþóri sem byrjaði sterkt, varði skot, stal tveim boltum í pressunni og skoraði 2 körfur í teignum á fyrstu þrem mínútum leiksins. Nákvæmlega það sem við þurfum að byrja sterkt líkt og í fyrstu leikjunum. Hilmir var einnig flottur, tók fráköst og setti tvo þrista í tveim skotum og var með 12 stig. Kári Jónsson var kominn með 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stig eftir leikhlutann.

Vörnin hjá okkar strákum góð og Svíar ekki að finna netið í skotunum sínum.
Staðan að loknum leikhlutans 26:14 fyrir Ísland.

2. leikhluti
Heimamenn komu betur stemmdir inn í annan leikhlutann og fóru að skora körfur á meðan ekkert gekk hjá okkur að hitta úr opnum skotum. Strákarnir spiluðu vel saman og fundu opnanir en ofaní vildi boltinn ekki fara.

Leikhlutinn fór 7:14 fyrir Svía og staðan 33:28 í hálfleik fyrir Ísland. Ljóst að okkar strákar eru með þetta í hendi sér og þyrftu bara að setja skotin sín. Ísland hafði góð tök á leiknum og stjórnaði ferðinni.

Stigahæstu menn í hléi voru Hilmar með 12 stig, Kristinn 7 stig og Kári 6 stig.

Seinni hálfleikur
3. leikhluti fór vel af stað hjá Íslandi og greinilegt að menn voru ekki sáttir með annan leikhlutann. Halldór kom sterkur inn af bekknum sem og aðrir sem á eftir fylgdu. Okkar strákar settu í lás í vörninni og fengu aðeins á sig 8 stig gegn 16 okkar stigum og munurinn orðin 23 stig fyrir lokaleikhlutann og við í bílstjórasætinu.

4. leikhluti
Hér var aldrei spurning hvert stefndi, okkar strákar héldu áfram að kafsigla svíann í sókn og spiluðu góða vörn. Munurinn kominn í 30 stig og Einar rúllaði inn leikmönnum af bekknum. Leikhlutinn fór 22:17 fyrir Ísland og lokatölur 81:53.

Sigahæstir í leiknum
Hilmir 16 stig og 6 fráköst, Kristinn 14 stig og 7 fráköst, Kári 11 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Halldór 11 stig.

Niðurstaðan:
Með sigrinum er ljóst að það verður hreinn úrslitaleikur á morgun ÍSLAND-DANMÖRK um norðurlandameistartitilinn en bæði lið eru taplaus og mætast í lokaleik sínum á morgun. Glæislegt hjá okkar mönnum í U16 og ljóst að liðið er að spila feikivel saman á þessu móti.

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá stofnfundi Körfuboltaútgáfunnar ehf. sem gaf út tímaritið “Karfan” árið 1993.  Ólafur Johnson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Einar Bollason, Ólafur Rafnsson, Hannes Ágúst Guðmundsson, Haukur Hauksson, Sverrir Sverrisson og Björn Leósson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið