© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.5.2013 | 14:55 | Kristinn | Yngri landslið
NM · Tap hjá U16 stelpum gegn spræku liði Finna


Stelpurnar í U16 áttu leik tvö hér á NM í Svíþjóð gegn Finnum. Stelpurnar voru búnar að vinna sína fyrstu tvo leiki gegn Eistum og Noregi.

Fyrri hálfleikur
Finnska liðið sýndi frá fyrstu mínútum að þar er á ferð sterkt lið, sem hitta vel og spila góða vörn og náðu forskoti í byrjun leiks. Leikhlutinn fór 22:9 fyrir finnska liðinu og stelpurnar okkar í vandræðum með að koma boltanum í körfuna.

Fljótlega í öðrum leikhluta fór Finnland í 2-2-1 pressu allan völlinni sem íslenska liðið átti í vandræðum með að leysa til að byrja með og töpuðu nokkrum boltum sem skilaði því finnska auðveldum stigum.

Annar leikhlutinn fór 13:18 fyrir Finnland og staðan því 22:40 í hálfleik.

Seinni hálfleikur
Tilþrif leiksins átti klárlega Ingibjörg Sigurðardóttir þegar hún blokkaði einn leikmanna Finna fyrir utan teiginn, tók sjálf frákastið, keyrði upp völlinni og setti svo þrist yfir sama leikmann finnska liðsins, þannig að söng í netinu, skemmtileg tilþrif þar á ferð!



Finnar héldu áfram að valda okkar stelpum vandræðum með stífum varnarleik og góðri hittni á hinum enda vallarins og leikhlutinn fór 14:19 fyrir þær finnsku og staðan 36:59 fyrir lokaleikhlutann.

Í 4. leikhluta raðaði finnska liðið niður skotum og allt gekk upp í þeirra sóknarleik. Okkar stelpur stóðu sig vel og börðust út leikinn og gáfust aldrei upp.

Lokatölur 46:80 og fyrsta tap liðsins staðreynd á mótinu. Liðið á ennþá tvo leiki eftir á morgun og sunnudaginn.

Næsti leikur stelpnanna er gegn Svíþjóð kl. 13.00 að íslenskum tíma á morgun.

Stigastkor Íslands í leiknum:
Kristrún Björgvinsdóttir 7 stig, Ingibjörg Sigurðardóttir 6 stig, Rósa Björk Pétursdóttir 6 stig, Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir 6 stig, Eva Kristjánsdóttir 5 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir 5 stig, Írena Sól Jónsdóttir 5 stig, Salvör Ísberg 2 stig, 3 stoðsendingar og 6 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2 stig, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 2 stig.

Næsti leikur stelpnanna er gegn Svíþjóð kl. 13.00 að íslenskum tíma á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum

Viðtal við Tómas Holton þjálfara eftir leikinn
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einn af leikmönnum á yngra ári í minniboltaliði ÍR 1983, en hann hefur komið mikið við sögu í íslenskum körfubolta. Brynjar Karl Sigurðsson, þá 10 ára.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið