© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.5.2013 | 13:22 | Kristinn | Yngri landslið
NM · U16 drengir komnir í 3-0


U16-ára drengir voru vel stemmdir fyrir leik og tóku stríðsöskur í hring eftir upphitun og greinilegt að þeir eru einbeittir í því sem þeir ætla sér að gera hér í Solna. Eftir tvo sigra í fyrstu tveim leikjunum er verkefni dagsins lið Finnlands. Í gegnum tíðina hafa Finnar löngum verið með sterk lið og því fróðlegt að sjá hvernig leikurinn myndi spilast.

1. leikhluti
Leikurinn byrjaði jafnt en Finnland fékk auðveldar körfur og var yfir 9:7 yfir þegar okkar menn tóku sig til og settu 13 næstu stig og staðan eftir leikhlutann 20:9 fyrir Ísland. Frábær sprettur hjá okkar mönnum.

2. leikhluti
Strákarnir sýndu sýnar bestu hliðar, keyrðu linnulaust á finnska liðið og sóknarleikurinn gekk vel, körfur af öllum gerðum og allir að leggja sitt af mörkum. Leikhlutinn fer 35:20 fyrir Ísland og staðan því 55:29 í hálfleik.

Samantekt úr fyrri hálfleik:
Allt íslenska liðið spilaði vel og sýndi mikla baráttu á báðum endum vallarins. Strákarnir létu boltann ganga vel og fundu opin skot sem þeir settu án afláts niður. Í vörninni spiluðu þeir flotta liðsvörn og létu í sér heyra og pressuðu stíft með látum. 11 af 12 leikmönnum búnir að taka þátt í leiknum og framhaldið lítur vel út.

Hilmir Kristjánsson setti 14 stig og reif niður 4 fráköst. Ragnar Friðriksson byrjaði með látum, var kominn með 11 stig eftir 6 mínútur inn á vellinum. Hann endaði fyrri hálfleik með 13 stig og tvær stoðsendingar, nafni hans Ragnar Ragnarsson setti niður 2 þrista í röð og endaði með 9 stig. Kristinn Pálsson var kominn með 10 stig.

Seinni hálfleikur
Það er skemmst frá því að segja að íslensku strákarnir slógu ekkert af og héldu þægilegu rúmlega 20 stiga forskoti og keyrðu muninn upp í lokinn.

Stigahæstu leikmenn Íslands:
Kristinn Pálsson 19 stig og 9 fráköst, Ragnar Friðriksson 19 stig og 5 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 17 stig og 4 fráköst, Ragnar Ragnarsson 13 stig, Kári Jónsson 11 stig og 6 stoðsendingar.

Næsti leikur strákanna er gegn Svíþjóð kl. 11.00 að íslenskum tíma á morgun. Með góðum úrslitum þar er allt mögulegt fyrir lokaleikinn á sunnudag gegn Danmörku sem eru með sterkt lið í ár.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum

Viðtal við Ragnar Friðriksson eftir leik
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fannar Ólafsson aðstoðar Herbert Arnarson, þjálfara KR, við að blása sínum mönnum baráttuanda í brjóst í leik gegn Keflavík í janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið