© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.12.2012 | 13:30 | Kristinn | Mótahald
Ágóðaleikur í Ljónagryfjunni
Í kvöld föstudagskvöldið 21. des. munu leiða saman hesta sína lið UMFN og úrvalsliðs Njarðvíkinga.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og mun allur ágóði af leiknum renna til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna. Aðgangseyrir á leikinn er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn auk þess sem fólk getur styrkt gott málefni með frjálsum framlögum.

Það vantar ekki bomburnar í þetta verkefni en úrvalsliðið er þannig skipað:

Þjálfararnir:
Friðrik Ingi Rúnarsson – Íslandsmeistari 1985, 1986, 1987 (sem leikmaður), 1991, 1998 (sem þjálfari)
Gunnar Þorvarðarson: Íslandsmeistari 1981, 1982 (sem leikmaður), 1984, 1985 (sem spilandi þjálfari), 1986 (sem þjálfari), 2006 (sem aðstoðarþjálfari)

Leikmannahópurinn:
Ísak Tómasson - Íslandsmeistari 1981, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995
Teitur Örlygsson – Íslandsmeistari 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001, 2002
Friðrik Ragnarsson – Íslandsmeistari 1987, 1991, 1994, 1995, 1998 (sem leikmaður), 2001 (sem spilandi þjálfari), 2002, (sem þjálfari)
Brenton Birmingham – Íslandsmeistari 2001, 2002, 2006
Páll Kristinsson – Íslandsmeistari 1995, 1998, 2002
Jeb Ivey – Íslandsmeistari 2006
Logi Gunnarsson – Íslandsmeistari 1998, 2001, 2002
Guðmundur Jónsson – Íslandsmeistari 2006
Egill Jónasson – Íslandsmeistari 2006
Jóhann Árni Ólafsson – íslandsmeistari 2006
Daníel Guðni Guðmundsson
Rúnar Ingi Erlingsson – Íslandsmeistari 2006

Góðgerðaleikurinn verður til styrktar Líknarsjóðum Njarðvíkurkirkna. Kristján Möller og Sigmundur Herbertsson munu dæma leikinn ásamt því að Kristbjörn Albertsson verður eftirlitsdómari. Doddi litli verður kynnir á leiknum, þannig að það eru ,,orginalar" sem koma að öllum þætti leiksins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 24. febrúar 2001.  Ungir leikmenn færa ritnefnd sögu KKÍ blóm.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið