© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.12.2012 | 10:00 | Kristinn | FIBA
Leikmenn ársins hjá FIBA Europe · Taktu þátt!
FIBA Europe hefur hafið sína árlegu kosningu á leikmönnum ársins hjá körlum og konum fyrir árið 2012.

Valið hefur verið frá árinu 2005 en FIBA Europe var stofnsett árið 2002 og fagnaði því 10 ára afmæli sínu í ár.

10 leikmenn eru tilnefndir í hvorum flokki. Að auki eru tilnefndir bestu ungu leikmenn ársins og hægt er að skoða það nánar og kjósa í öllum flokkum hérna.

Dirk Nowitzki var valinn bestur í fyrra hjá körlum og Alba Torrens frá Spáni hjá konunum.

Kosninging stendur yfir frá 14. des. - 31. jan. og eru vegleg verðlaun í boði. Allir sem taka þátt eiga kost á að að vinna verðlaun og meðal annars miða á EuroBasket 2013 í Slóveníu.

Til gamans má geta að í sitthvorum flokknum eru íslandsvinir sem íslensku landsliðin okkar hafa leikið gegn, en það eru samlandarnir frá Svartfjallalandi Nikola Pekovic sem lék gegn okkur í Evrópukeppninni 2008/2009 og Iva Perovanovic sem lék gegn kvennalandsliði okkar í sömu keppni sama ár.

Eftirtaldir eru tilnefndir í ár en hægt er að lesa nánar um hvern leikmann með því að smella á tengilinn við hvern flokk:

Karlar · (lesa nánar)
Andrei Kirilenko – Rússland og Minnesota Timberwolves
Danilo Gallinari – Ítalía og Denver Nuggets
Goran Dragic – Slóvenía og Phoenix Suns
Marc Gasol – Spánn og Memphis Grizzlies
Marcin Gortat – Pólland og Phoenix Suns
Nikola Pekovic – Svartfjallaland og Minnesota Timberwolves
Omer Asik – Tyrkland og Houston Rockets
Pau Gasol – Spánn og Los Angeles Lakers
Tony Parker – Frakkland og San Antonio Spurs
Vassilis Spanoulis – Grikkland og Olympiacos

Konur · (lesa nánar)
Anastasiya Verameyenka – Hvíta-Rússland og Fenerbahce
Ann Wauters – Belgía og Galatasaray
Becky Hammon – Rússland og Sparta&K M.R. Vidnoje
Celine Dumerc – Frakkland og Bourges Basket
Eva Viteckova – Tékkland og ZVVZ USK Prague
Frida Eldebrink – Svíþjóð and Bourges Basket
Isabelle Yacoubou – Frakkland og Sparta&K M.R. Vidnoje
Iva Perovanovic – Svartfjallaland og Nadezhda Orenburg
Nevriye Yilmaz – Tyrkland og Galatasaray
Sandra Mandir – Króatía og Novi Zagreb
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla 1998 eftir úrslitaeinvígi við KR. Aftari röð frá vinstri, Brynjar Ásmundsson vatnsberi, Gunnar Þorvarðarson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari, Örvar Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Páll Kristinsson, Petey Sessoms, Ægir Gunnarsson, Sævar Garðarsson, Sara Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarni Bragason vatnsberi. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson með dóttur sína Ernu Lind í fanginu, Guðjón Gylfason, Ragnar Ragnarsson, Friðrik Ragnarsson, Logi Gunnarsson og Örlygur Sturluson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið