© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.11.2012 | 18:05 | Kristinn | FIBA
Riðlarnir á EM2013
FIBA Europe var að draga í riðla nú fyrir nokkrum mínútum fyrir EuroBasket2013 sem fram fer í Slóveníu í lok næsta sumars.

Mótherjar Íslands frá því í undankeppninni í sumar Ísrael, Svartfjallaland og Serbía voru í pottinum.

Eftirfarandi riðlar litu dagsins ljós:

A-riðill
Frakkland
Bretland
Þýskaland
Úkraína
Belgía
Ísrael

B-riðill
Makedónía
Litháen
Svartfjallaland
Bosnía
Lettland
Serbía

C-riðill
Spánn
Slóvenía
Króatía
Pólland
Georgía
Tékkland

D-riðill
Rússland
Grikkland
Ítalía
Finnland
Tyrkland
Svíþjóð

Áhugaverðir punktar:
Bosnía, Svartfjallaland, Serbía og Makedónía lentu öll í sama riðli en þetta eru fjögur af sex fyrrum ríkjum Júgóslavíu, þarna vantaði bara Króatíu og Slóveníu sem þó gátu ekki lent í sama riðli sökum styrkleikaflokkunar. Að auki leika Litháar með þeim í riðli og Lettar.

Finnar og Svíar lentu saman í riðli, einu tvær norðurlandaþjóðirnar sem verða á EM, sem er skemmtilegt en gríðarlega erfiður riðill framundan fyrir frændur okkar þar sem Rússar, Ítalir og Tyrkir leika einnig. Rússar og Tyrkir hafa verið í fremstu röð undanfarin ár og Ítalir áttu gott sumar í undankeppninni og virðast vera að minna á sig að nýju eftir dræmt gengi undanfarin ár.

Það er því útlit fyrir spennandi Evrópumót og sannkölluð veisla framundan fyrir körfuboltaaðdáendur um allan heim í Slóveníu 2013. Mótinu verður gert góð skil að venju og vonandi að Ísland verði ekki aftur í hópi tveggja evrópuþjóða, ásamt Azerbadjan, sem ekki sýndi leiki frá síðasta móti 2011 sem fram fór í Litháen.

EuroBasket 2013 fer fram 4.-22. september þar sem leikið verður í fyrstu umferð í borgunum Jesenice, Koper, Celje og Hala Tivoli í Ljubljana. Seinni umferðin og úrslitin verða svo leikin í Stozice-höllinni í Ljubljana.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
KR ingurinn Keith Vassell berst við Grindvíkingana Dag Þórissona og Alexander Ermolinskij en KR ingurinn Jonathan Bow fylgist með í leik liðanna veturinn 1999-2000
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið