© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.8.2012 | 16:49 | U18 karla
Sigur gegn Svíum í lokaleik og 13. sætið staðreynd í Sarajevo
U18 endaði í 13. sæti eftir sigur gegn Svíum
Íslenska U18 liðið endaði Evrópumótið (B-deildina) með miklum stæl í dag þegar að sænska liðið var lagt að velli 84-81 í úrslitaleik um 13.sæti mótsins.

Glæsilegur endir á flottu móti hjá strákunum þar sem reyndar skiptust á skin og skúrir en heilt yfir eru menn nokkuð sáttir með flott mót. Reynslan sem þessir drengir fá út úr þessu öllu saman er auðvitað ómetanleg og þeir voru þjóð sinni og íslenskum körfubolta til mikils sóma.

Eftir vonbrigðin á lokasprettinum í riðlakeppninni og sár töp gegn Hollandi og Portúgal í milliriðli þá fengu strákarnir kjörið tækifæri til þess að enda mótið á jákvæðum nótum þegar ljóst var að úrslitaleikurinn um sæti 13 yrði gegn Svíum. Kjörið tækifæri til þess að kvitta út ófarirnar í riðlakeppninni gegn erkifjendum okkar.

Fyrsti leikhlutinn byrjaði ágætlega og okkar piltar þokkalega stemmdir. Svíar voru þó með yfirhöndina og feti framar sóknarmegin en okkar piltar sem voru þó að spila ágætlega voru að missa auðveld skot trekk í trekk. Eftir leikhlutann leiða Svíar 15-19 og leikurinn í jafnvægi.

Annar leikhluti einkenndist svo af mikilli baráttu og bæði lið voru að spila fínan bolta. Sænska liðið var að taka of mikið af sóknarfráköstum en okkar menn áttu lipur tilþrif í sókninni sem skiluðu góðum körfum. Leikhlutinn fer 19-20 og staðan því í hálfleik 34-39 fyrir Svíum. Tilþrif leikhlutans átti Stefán Karel þegar hann tróð yfir leikstjórnanda sænska liðsins (sem reyndar er ekki nema 1,70cm) og fékk villu að auki. Magnað alveg hjá kappanum og video kemur innan skamms á karfan.is

Þriðji leikhlutinn var svo eitt það besta sem íslenska liðið bauð uppá í mótinu! Svíar voru gjörsamlega teknir í kennslustund og okkar menn gjörsigra leikhlutann 34-20! Mikill viðsnúningur og þegar að leikhlutanum lauk þá er munurinn 9 stig 68-59 okkar mönnum í vil. Augakonfekt að horfa uppá það sem drengirnir buðu uppá þarna.

Fjórði leikhlutinn var svo ágætlega leikinn af okkar mönnum, munurinn fer uppí 12 stig mest en Svíar neita að gefast upp. Eftir smá spennu undir lokin þá ná Svíar áhlaupi en svosem aldrei nein stór hætta á ferðum. Leikurinn endar eins og fyrr segir 84-81 og fínum sigri landað gegn erkifjendum okkar Svíum.

Martin Hermannsson var geysilega öflugur í dag með 23 stig (á tölfræði er hann skráður með 26 en fékk einn þrist frá Val Orra settan á sig) 6 fráköst og 6 stolna bolta. Frábær leikur hjá kappanum. Matthías Orri átti einnig fínan leik með 18 stig og þá var Valur Orri Valsson traustur með 15 stig. Elvar Már Friðriksson setti 8 stig og þar af 2 baneitraða þrista á frábæru augnablikum þegar liðið var að skilja Svía eftir. Stefán Karel reif 7 fráköst og gerði 8 stig, þar af 2 tröllatroðslur! Þorgrímur Emilsson var sterkur undir körfunum í baráttunni við Barcelona risann Spires og reif niður 11 fráköst!

Menn fara sáttir heim eftir gott mót. Vissulega hafði liðið alla burði til þess að fara lengra, það sýndi það og sannaði. Liðið var í sterkum riðli og því miður þrátt fyrir að leika vel gegn Svíum og Finnum þá tapast þeir leikir og ljóst að liðið þurfti að berjast um sæti 9-16. Eftir þau vonbrigði komu 2 tapleikir gegn Hollandi og Portúgal en þessir miklu keppnismenn enda mótið með stæl og sigra 2 síðustu leikina.

Leikmenn liðsins, sjúkraþjálfari og þjálfarateymið þakka fyrir allan stuðninginn heima og senda A-landsliði karla heillaóskir með sigurinn í gær og jafnframt baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Ísrael á þriðjudaginn! Þar ætla menn að fjölmenna í Höllina og skora á alla aðra körfuboltaunnendur að gera slíkt hið sama.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Flosi Sigurðsson barnungur með körfubolta. Hann er sonur Sigurður „stóra
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið