© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.8.2012 | 14:25 | U18 karla
Góður sigur gegn Slóvökum - vonandi góð fyrirheit fyrir A landsleikinn
Íslensku strákarnir í U18 ára liðinu unnu nú fyrr í dag góðan 15 stiga sigur gegn Slóvökum 59-74 sem þýðir að liðið spilar um 13 sætið á morgun (líklegast gegn Svíum). Sigurinn í dag var kærkominn eftir 4 tapleiki í röð og liðið sýndi flott tilþrif.

Okkar menn byrjuðu þetta ljómandi vel og vörnin var gríðarlega öflug í byrjun. Eftir þokkalegan 1.leikhluta þegar á heildina er litið þá leiddu okkar menn með 6 stiga mun 12-18. Vissulega voru hlutir sem menn gátu gert betur en fín varnarvinna í bland við vel útfærðar sóknir heilt yfir skilaði ágætu forskoti.

Annar leikhlutinn hófst svo með látum og drengirnir okkar léku við hvurn sinn fingur. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu Slóvakar einungis gert 1 stig! Munurinn varð mestur 18 stig en síðustu 4 mínútur leikhlutans slökuðu okkar menn heldur betur á klónni og Slóvakar náðu fínu áhlaupi. Munurinn þó 9 stig 27-36 þegar flautað var til leikhlés. Þarna áttum við að fara inn með meira forskot en Slóvökum til hróss þá börðust þeir vel og ætluðu ekkert að láta valta yfir sig.

Þriðji leikhlutinn var svo heilt yfir flatur hjá okkar drengjum þrátt fyrir að á köflum sæust fín tilþrif. Alltaf þegar við komumst þetta 12-14 stigum yfir þá kom áhlaup frá Slóvökum og munurinn datt niður í 4-6 stig. Strákarnir héldu þó 9 stiga mun þegar leikhlutanum lauk og íslenska liðið með tökin á leiknum.

Fjórði leikhlutinn var svo ágætlega leikinn af okkar hálfu. Drengir héldu Slóvökum í hæfilegri fjarlægð og þrátt fyrir áhlaup og ágæta hittni Slóvakanna á köflum þá svöruðu okkar menn alltaf með fínum körfum og mikilvægum stoppum. Fór svo að lokum að íslenska liðið sigldi þægilegum 15 stiga sigri í höfn, 59-74 og góðu dagsverki lokið.

Allir leikmenn liðsins léku að þessu sinni og hver einasti meira en 10 mínútur. Miðherjinn Þorgrímur Kári Emilsson var klárlega maður leiksins að þessu sinni með 14 stig, 8fráköst og 1 varið skot og pilturinn lét virkilega finna fyrir sér í teignum. Þá voru þeir Emil Karel Einarsson (8 stig og 7 fráköst) og Stefán Karel Torfason (6 stig og 9 fráköst) ótrúlega grimmir ásamt því sem Valur Orri Valsson (13 stig),Martin Hermannsson (10 stig) og Matthías Orri Sigurðarson (9stig) voru drjúgir.
Á morgun leikur liðið um 13 sætið og er leikurinn kl 11:00 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslandsmeistarar Hauka 2009
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið