© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.8.2012 | 21:09 | U18 karla
Dapurt kvöld í Sarajevo
Það var ekki fallegur leikurinn sem íslenska U18 ára liðið bauð uppá í kvöld gegn Hollendingum í fyrsta leik umspils um sæti 9-16 á Evrópumótinu í Sarajevo.

Eftir mjög jákvæðan 1.leikhluta hrundi leikur íslenska liðsins og hollenskur 63-70 sigur staðreynd. Með tapinu er það ljóst að íslenska liðið leikur um sæti 13-16.

Fyrsti leikhlutinn var það besta sem íslenska liðið bauð uppá í kvöld en þá var mikill LIÐSbragur á leik okkar manna. Auka sendingar og menn voru að opna vörn Hollendinga vel þrátt fyrir að skotnýtingin væri oft betri. Ljómandi fínn varnarleikur og eins og fyrr segir fínt flæði í sókninni skilaði okkur 17-9 forskoti þegar 1.leikhluta lauk.

Því miður fauk þetta forskot út um veður og vind í öðrum leikhluta og íslensku drengirnir voru sjálfum sér verstir. Ákvarðanatökur í sóknarleiknum voru ákaflega daprar, flæðið var ekkert og hittnin eftir því. Hollendingar voru áræðnir og nýttu sér sofandihátt okkar manna en þurftu svo sem engan stjörnuleik til þess. Eftir annan leikhlutann var staðan 25-30 Hollendingum í vil og varnarleikurinn svo sem ekkert hræðilegur en sóknin heillum horfin.

Þriðji leikhlutinn byrjaði svo ekki gæfulega og sama slenið á okkar mönnum sóknarmegin auk þess sem Hollendingar fengu opna þrista sem þeir nýttu vel. Munurinn fór mest í 11 stig en þá náðu okkar menn ágætri rispu, komu muninum niður í 3 stig en Hollendingar svöruðu ávallt með góðum körfum. Eftir 3.leikhlutann leiddu Hollendingar með 8 stigum.

Lokaleikhlutinn var svo virkilega dapur hjá okkar mönnum, náðum reyndar að minnka muninn niður í 3 stig en þá tóku menn herfilegar ákvarðanir og Hollendingar nýttu sér það og náðu muninum upp aftur. Þeir sigruðu svo að lokum með 7 stiga mun mjög verðskuldað og eins og fyrr segir þurftu þeir engan stjörnuleik til þess. Okkar menn áttu sinn versta leik til þessa og sýndu ekki þann kraft og liðsbrag sem hefur einkennt liðið til þessa.

Matthías Orri Sigurðarsson átti frábæran leik og skilaði 27 stigum (nýtti skotin sín stórkostlega - 73%) og var okkar langbesti leikmaður. Pilturinn var ljósið í leik liðsins ásamt Þorgrími Kára Emilssyni sem barðist vel og var duglegur í teignum. Emil Karel var traustur með 11 stig og 6 fráköst ásamt því að Stefán setur 6 stig og rífur 8 fráköst. Liðið var hinsvegar svo víðsfjarri sínu besta og það verður vonandi allt annað uppá teningnum á morgun gegn Portúgal sem eru virkilega sterkir.

Nú er það ljóst að íslenska liðið spilar um sæti 13-16 sem eru hópnum mikil vonbrigði. Það er þó ljóst að menn verða að berja sig saman og klára þá 3 leiki sem eftir eru með krafti. Það er mikið sem býr í þessu liði og hafa menn sýnt flott tilþrif og vakið mikla jákvæða athygli á þessu móti. Nú er að safna kröftum og mæta grimmir til leiks í næstu leiki.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
U18 lið kvenna í keppnisferð á Ítalíu sumarið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið