© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.8.2012 | 21:49 | U18 karla
Erfið fæðing en sigur gegn Norðmönnum
Martin og Valur léku vel í kvöld
Strákarnir okkar í U18 ára landsliðinu héldu uppteknum hætti í dag þegar að þeir sigruðu 3ja leikinn í röð í Evrópukeppninni í Sarajevo. Nú voru það frændur okkar Norðmenn sem lágu 81-65 fyrir okkar mönnum en sigurinn var langt frá því að vera auðveldur.

Norðmenn voru búnir að tapa báðum leikjum sínum stórt á EM á meðan okkar drengir höfðu sigrað báða leiki sína með glans. Það var því ljóst að fyrirfram var gert ráð fyrir sigri okkar manna en eins og það er kristaltært í íþróttunum þá er ekkert öruggt fyrirfram. Það kom berlega í ljós í upphafi leiksins en Norðmenn byrjuðu þetta af miklum krafti og komust í 6-0. Okkar drengir voru bara alls ekki klárir í slaginn en það var kraftur og áræðni sem einkenndi norska liðið sem spilaði fínan bolta. Sóknarleikur íslenska liðsins var ekki uppá marga fiska og skotnýtingin fyrir utan 3ja stiga línuna ekki nema 5% í hálfleiknum! Það kann aldrei góðri lukku að stýra en svæðisvörn Norðmanna bauð uppá skotin fyrir utan og yfirleitt þiggja okkar menn slíkt með þökkum en ekkert gekk að þessu sinni. Munurinn í hálfleik var samt ekki nema 1 stig Norðmönnum í vil og íslenska liðið átti talsvert mikið inni.

Það kom svo allt annað íslenskt lið til leiks í seinni hálfleikinn. Emil Karel opnaði leikinn með 3ja stiga körfu og vörnin skánaði til muna. Norðmenn voru hinsvegar afar seigir og neituðu að gefa tommu eftir og það reyndist þrautinni þyngra að stinga þá af. Í 4. leikhluta þá náðu okkar drengir þó fínum tökum á leiknum og komust 10 stigum yfir og sigldu þessu svo í land örugglega 81-65. Svavar kláraði leikinn með fallegri 3ja stiga körfu og sigrinum var vel fagnað í leikslok. Alls enginn glans framistaða en eigi að síður fínn sigur og sá 3ji í röð sem þýðir það einfaldlega að okkar menn slást um toppsætin í riðlinum.

Eins og fyrr segir var liðið fjarri sínu besta en það verður ekki tekið af Norðmönnum að þeir léku afar vel og sýndu sitt besta til þessa á mótinu. Martin Hermannsson hélt uppteknum hætti og setti 20 stig og reif 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar, drengurinn er að spila virkilega vel. Elvar átti einnig fínan leik með 18 stig 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá voru þeir Valur Orri (14 stig 5 fráköst)og Matthías Orri (11 stig 4 fráköst) mjög traustir og létu mikið að sér kveða á mikilvægum augnablikum sem skipti sköpum. Hugi, Emil og Þorgrímur voru sterkir í teignum og rifu niður fráköstin og stigu upp í fjarveru Stefáns Karels sem var hvíldur að þessu sinni enda var hann tæpur fyrir leikinn gegn Svartfellingum í gær og lék sárþjáður. Því var tekin erfið ákvörðun um að hvíla þennan mikla baráttujaxl. Hann verður vonandi ferskur á morgun kappinn enda mikilvægur hlekkur í þessu liði.

RISA leikur við Svía kl 12:00 að íslenskum tíma á morgun og sigur í þeim leik myndi koma íslenska liðinu í kjörstöðu fyrir efstu 2 sætin í riðlinum. Svíar hafa verið að spila glimrandi vel en töpuðu gegn Finnum í dag og verða að vinna okkur á morgun.


Tölfræði leiksins

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Flosi Sigurðsson barnungur með körfubolta. Hann er sonur Sigurður „stóra
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið