© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.5.2012 | 10:25 | Kristinn | Landslið
Ísland í 3. sæti á NM kvenna


Íslenska landsliðið hafnaði í 3. sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór núna um helgina í Noregi.

Lokaleikur liðsins var háður á laugardaginn gegn sterku liði Finnlands. Íslensku stelpurnar léku vel í leiknum og náðu 15 stiga forskoti í fyrrihálfleik. Í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn og í lokaleikhlutanum var jafnt á öllum tölum allt til loka þar sem þær finnsku reyndust sterkari og sigruðu 80:82.

Þar með var ljóst að íslenska liðið myndi hafna í 3. sæti með 2 sigra og 2 töp, en Finnland og Svíþjóð voru taplaus og léku til úrslita á sunnudeginum.

Þar sigraði Svíþjóð 77:68 og urðu Norðurlandameistarar 2012.

Helena valin í úrvalslið NM


Helena Sverrisdóttir var valin í úrvalslið mótsins ásamt Fridu Eldebrink og Louice Halvarsson frá Svíþjóð, Idu Trygdesson frá Danmöru og Taru Tuukkanen frá Finnlandi.

Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20.8), stoðsendingum að meðaltali (5.0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7.5).

Heildartölfræði íslenska liðsins er hægt að skoða hérna, bæði heildartölur (Sum) og meðaltal (Gj.Snitt)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá forkeppni Evrópumóts landsliða í Lugano í Sviss árið 1995.  Herbert Arnarson í leik gegn Rúmeníu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið