© 2000-2026 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.5.2012 | 15:20 | Kristinn | Landslið
Landslið kvenna heldur á NM á morgun


Í fyrramálið heldur A-landslið kvenna af stað á Norðurlandamótið sem fram fer í Osló að þessu sinni.

Landsliðið var á sinni síðustu æfingu fyrir brottför í gær og eru allar stelpurnar tilbúnar fyrir átökin sem framundan er. Fyrsti leikur liðsins á mótinu er á fimmtudaginn.

Leikjadagskráin er eftirfarandi: (ísl. tími)
Fimmtudagur kl. 16.00 · Ísland - Noregur
Föstudagur kl. 09.00 · Ísland - Svíþjóð
Föstudagur kl. 17.00 · Ísland - Danmörk
Laugardagur kl. 14.00 · Ísland - Finland

Punktar:
· Gunnhildur Gunnarsdóttir, Haukum, er eini nýliðinn í hópnum.
· Fylgdarlið og fararstjórn stelpnanna er ekki að verri endanum, Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, fer fyrir hönd KKÍ, Anna María Sveinsdóttir er aðstoðarþjálfari og Björg Hafsteinsdóttir er sjúkraþjálfari, ágætis reynsla þar á ferð.
· Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli, er landsleikjahæst í liðinu með 66 A-landsleiki.
· Sverrir Þór er að fara í sína fyrstu leiki sem landsliðsþjálfari, hann var aðstoðarþjálfari hjá U20 lið karla í Evópukeppninni s.l. sumar.

Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: (Fjöldi landsleikja fyrir aftan)
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell · 66
Helena Sverrisdóttir · Good Angels Kosice · 38
María Ben Erlingsdóttir · Valur · 33
Sigrún Ámundadóttir · KR · 20
Petrúnella Skúladóttir · Njarðvík · 18
Pálína Gunnlaugsdóttir · Keflavík · 15
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir · Njarðvík · 12
Margrét Kara Sturludóttir · KR · 9
Hafrún Hálfdánardóttir · KR · 5
Helga Einarsdóttir · KR · 4
Ólöf Helga Pálsdóttir · Njarðvík · 3
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Haukar · Nýliði

Þjálfari: Sverrir Þór Sverrisson
Aðstoðarþjálfari: Anna María Sveinsdóttir
Sjúkraþjálfari: Björg Hafsteinsdóttir
Fararstjóri: Guðbjörg Norðfjörð
Dómari: Björgvin Rúnarsson
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þátttakendur í kynningarleik á hjólastólakörfubolta. Sitjandi frá vinstri: Reynir Kristófersson, Viðar Árnason, Svanur Ingvarsson, Jóhann Kristjánsson, Sigurður Sigurðsson, Þorkell Sigurlaugsson og Geir Magnússon frá Stöð 2. Standandi frá vinstri: Skapti Hallgrímsson Morgunblaðinu, Adolf Ingi Erlingsson RÚV, Valur Jónatansson Morgunblaðinu, John Rhodes, Ólafur Rafnsson formaður KKÍ, Samúel Örn Erlingsson RÚV, Valtýr Björn Valtýsson Stöð 2, Ólafur Eiríksson og Valur Hlíðberg.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið