© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.5.2012 | 12:11 | Stefán | Yngri landslið
U18ka: Ísland-Finnland: Skellur í Solnahallen
Íslenska U18 ára landsliðið fékk skell í Solnahallen þegar liðið lék til úrslita gegn Finnum á Norðurlandamótinu.

Lokatölur voru 64-105 Finnum í vil sem tóku forystuna snemma, ýttu Íslendingum út úr öllum sínum aðgerðum og léku stíft. Þetta var einnig fyrsti tapleikur 1994 árgangs Íslands í landsleik en þetta lið mun einnig keppa á EM í Sarajevó í sumar þar sem m.a. Finnar verða með okkur í riðli og þá kjörið tækifæri að koma fram hefndum.

Fyrri hálfleikur: Finnar leiddu 29-50 eftir fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur: Lokatölur 64-105.

Vörn: Ísland lék mikið svæðisvörn í leiknum og leystu Finnar hana vel. Að sama skapi var íslenska liðið í gríðarlegum vandræðum gegn finnsku vörninni þar sem menn voru ófeimnir við að fá villur og þjörmuðu vel að íslensku leikmönnunum.

Fátt ef nokkuð gekk upp hjá íslenska liðinu í leiknum og því fór sem fór. Súrt í broti fyrir okkar menn að ná ekki að sýna sitt rétt andlit í úrslitaleiknum eftir gott mót þar á undan.

Niðurstaða: Góð frammistaða hjá íslenska liðinu, silfur var það að þessu sinni og Finnar verðskuldaðir Norðurlandameistarar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá undanriðli Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið