© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.5.2012 | 12:06 | Stefán | Yngri landslið
U16 kv: Flottur endasprettur dugði ekki til
Sólrún Sæmundsdóttir að verjast sóknarmanni Dana
Eftir sigur gærkvöldsins gegn Finnum þar sem þær rétt misstu af úrslitaleik mótsins mættu íslensku stelpurnar Dönum í leik um 3. sætið.

Leikurinn í gærkvöldi sat greinilega í stelpunun því þær voru lengi í gang. Danirnir ollu miklum vandræðum í fráköstunum og unnu að lokum frákastabaráttuna örugglega.

Tölfræði Stigahæst hjá Íslandi var Sara Rún Hinriksdóttir með 24 stig og Guðlaug Björg Júlíusdóttir með 12 stig. Sandra Lind Þrastardóttir var frákastahæst með 8 stykki alveg eins og Sara Rún. Elsa Karlsdóttir tók sex.

Lengi í gang: Stelpurnar voru lengi í gang og fundu taktinn ekki í raun fyrr en síðustu fimm mínútum leiksins. Þjálfararnir reyndu að brjóta um leikinn m.a. með nokkrum varnarafbrigðum þ.m.t. að spila svæðisvörn og að pressa allan völlinn. Þessar taktísku breytingar virtust ekki koma liðinu í gang.

Síðustu fimm: Í stöðunni 38-50 kviknaði einfaldlega á stelpunum og þær fóru að fá fullt af körfum og söxuðu á forskot Danana jafnt og þétt. Munurinn fór í fjögur stig og Ísland fékk nokkur tækifæri til að komast nær en boltinn vildi ekki ofaní. Niðurstaðan sex stiga tap í leik sem var hörkuleikur í lokin.

Fráköstin: Danirnir vinna frákastabaráttuna með níu en taka 27 sóknarfráköst í leiknum. Stelpunum gekk illa gegn stóru dönsku stelpunum.

Flott mót: Þrátt fyrir að liðið hafi endað í 4. Sæti þá unnu þær 3 af 4 leikjum sínum í riðlakeppninni og á venjulegu móti dugar það til að spila til úrslita. Það er ekki oft sem lið vinna þrjá leiki og enda í fjórða sæti.

Niðurstaða: Erfiður leikur í gærkvöldi sat í liðinu og þær voru lengi í gang. En reyndu eins og þær gátu í lokin og þurftu tvær til þrjár mínútur til viðbótar til að klára leikinn.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn og þjálfarar A-landsliðs karla slappa af á kaffihúsi í Ungverjalandi á æfingaferð landsliðsins sumarið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið