© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.5.2012 | 22:28 | Stefán | Yngri landslið
U16kv: Sigur gegn Finnlandi - einni körfu frá úrslitaleik
Stelpurnar í 16 ára liðinu unnu Finna í flottum körfuboltaleik fyrr í kvöld 60-56.

Sigurinn þýðir að liðið hefur unnið þrjá leiki á mótinu og tapað aðeins einum. Undir venjulegum kringumstæðum dugar það til þess að spila til úrslita á mótinu. En úrslit innbyrðisviðureigna milli Íslands, Svíþjóðar og Finnlands valda því að íslensku stelpurnar sitja eftir og spila um þriðja sætið á morgun.

Tölfræði: Stigahæst hjá Íslandi var Sara Rún Hinriksdóttir með 17 stig, Elsa Karlsdóttir setti 16 og Sandra Lind Þrastadóttir setti 11. Frákstahæst hjá Íslandi var Sara Rún Hinriksdóttir með 9 fráköst og Elsa Karlsdóttir tók 7.

Úrslitaleikur: Stelpurnar þurftu að vinna með sjö stiga mun til að tryggja sér sæti í úrslitum á kostnað Finnana. Þær byrjuðu leikinn af krafti og náðu 21 stiga forystu um tíma en í hálfleik munaði 17 stigum – 36-19.

Svæðisvörnin: Í seinni hálfleik fóru Finnar að beita svæðisvörn og hún hafði tilætluð áhrif. Þær náðu að loka á gegnumbrot íslenska liðsins. Við það hægðist á sóknarleiknum hjá stelpunum og þær fengu ekki eins góð skot og í fyrri hálfleik.

Lokaspretturinn: Mikill hasar var í fjórða leikhluta og spennan kyngimögnuð. Þrátt fyrir að Ísland leiddi ávallt með þessum 10-12 stigum þá vissu allir í húsinu að sigurinn þurfti að vinnast með sjö stigum og því var það þröskuldurinn sem allt miðaðist við. Finnarnir fóru að spila vörnina ofar til að gera okkar stelpum enn erfiðara fyrir. Ísland leiddi með fimm stigum á lokamínútunni og áttu boltann. Fóru í tvær sóknir til að ná lokaskoti. Önnur sóknin endaði með skrítunum skrefadómi en hin endaði á flottu skoti – en það fór ekki ofaní. Þær brutu í lokin og Finnarnir settu eitt víti niður og lokastaðan 60-56.

Sigur en samt ekki: Það var skrýtið að horfa uppá fyrsta kvennalið Íslands á NM síðan árið 2004 vinna þrjá leiki í riðlinum en samt ekki uppskera úrslitaleik. Stelpurnar léku frábærlega og þeirra besta frammistaða til þessa. Mikill stígandi er í leik stelpnanna og fara þær inn í leik morgundagsins fullrar sjálfstraust.

Stoltar: Þó að stelpurnar litu á úrslit kvöldsins sem tap þá var þetta mikill sigur og mega þær vera mjög stoltar af sigri kvöldsins.

Niðurstaða: Flott frammistaða sem hefði á venjulegu ári dugað til að spila til úrslita.

Næsti leikur: Er gegn Dönum um þriðja sætið og hefst hann kl. 09.00 að íslenskum tíma.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ægir Þór Steinarsson, var fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins, sem varð Norðurlandameistari vorið 2009 í Solna í Svíþjóð. Hér sækir hann að Norðmönnum en Ísland vann 75-60.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið