© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.5.2012 | 11:30 | Stefán | Yngri landslið
U18 kv: Fyrsti sigurinn í fimm ár
Ingibjörg Yrsa í leiknum gegn Noregi í dag
Átján ára lið kvenna vann Noreg 66-51 í fyrri leik dagsins hjá liðinu.

Með sigrinum tryggja þér sér sæti í leik um þriðja sætið á sunnudag. Er þetta fyrsti sigur U18 ára kvennaliðs á NM síðan árið 2007 þegar Noregur var lagður að velli 82-51 hjá ´89 árgangnum.

Tölfræði: Stigahæst hjá Íslandi var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 24 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Sara Diljá Sigurðardóttir bætti við 11 stigum og Hildur Björg Kjartansdóttir setti 10 stig. Frákastahæst var Marín Laufey Davíðsdóttir með 10 fráköst og Hallveig Jónsdóttir tók 9 fráköst. Stoðsendingarhæst var Hallveig Jónsdóttir með sex.
Íslenska liðið var mun sterkara frá upphafi leiks. Vörnin var sterk og héldu þær þeim norsku í aðeins sjö stigum í fyrsta leikhluta.

Það tók 01:15 mínútur tók að skora fyrstu sex stig annars leihluta. Ísland leiddi eftir það 18-7.

Í hálfleik var staðan 34-21 Íslandi í vil og skipti sköpum að varamennirnir lögðu sitt á vogarskálarnar . Sara Diljá Sigurðardóttir var með 11 stig í leiknum en sex þeirra komu á stuttum kafla í lokin á leikhlutanum og Andrea Björg Ólafsdóttir áttu frábæra innkomu.

Íslenska liðið keyrði upp muninn í þriðja leikhluta og spiluðu eins og englar á köflum. Vörnin var sterk og norska liðið átti fá svör.

Í lokaleikhlutanum var mikill þurrkur í sókninni hjá Íslandi. Þær náðu ekki að skora fyrr en eftir fjórar mínútur þegar Margrét Rósa Hálfdanardóttir setti niður tvö stig eftir glæsilegt gegnumbrot.

Norðmennirnir reyndu allt sem þær gátu til að minnka muninn en íslenska liðið hélt og Marín Laufey Davíðsdóttir setti síðustu stig leiksins og Ísland vann sinn fyrsta sigur í U18 kv á NM síðan árið 2007.

Niðurstaða: Flottur sigur þar sem liðið náðu að framkvæma miklu fleiri hluti á hálfum velli í sókninni. Í vörninn frákastaði liðið betur. Sigurinn er enn flottari í ljósi þess að þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir spiluðu ekki með vegna meiðsla. Ingunn er tognuð á kálfa og Lovísa fékk heilahristing í leiknum gegn Svíum í gær.

Næsti leikur er gegn Dönum í kvöld kl. 17.00 að íslenskum tíma.

Viðtal við Henning Henningsson fyrir leikinn í dag.

Textalýsing úr leiknum á Karfan.is

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslenska landsliðið áritar plaköt fyrir aðdáendur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið