© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2012 | 19:47 | Stefán | Yngri landslið
U18 ka: Framlengdur spennusigur gegn Svíum
Elvar Már gegn Svíum í dag
Strákarnir í u18 ára landsliði Íslands voru rétt í þessu að ljúka leik gegn heimamönnum í Svíþjóð.

Framlengja varð þennan spennuleik þar sem Ísland reyndist sterkari á endasprettinum. Eftir frábæra byrjun á leiknum fór að síga á ógæfuhliðina og Svíar færðust nærri. Heimamenn jöfnuðu leikinn á lokasekúndunum 76-76 með flautukörfu svo framlengja varð leikinn. Íslendingar bitu í skjaldarrendur og kláruðu leikinn af öryggi þar sem risavaxinn þristur fyrirliðans reyndist banabiti heimamanna. Sigur Ísland tryggir þeim að minnsta kosti sæti í bronsleiknum svo ljóst er að U18 ára liðið mun leika til verðlauna á mótinu.

Óskabyrjun Íslands, 20-4 eftir sjö mínútna leik og héldu Svíum stigalausum fyrstu fimm mínútur leiksins. Emil Karel fyrirliði fór þá mikinn í vörninni og hélt mönnum vel við efnið.

Dagur og nótt: Fyrsti leikhluti fór 23-12 fyrir Ísland en Svíþjóð vann annan leikhluta 19-15 þar sem Íslendingar voru afar bragðdaufir og fóru oft illa með fínar sóknir. Ísland leiddi þó í hálfleik 38-31.

Dómgæslan: Dómarar leiksins voru Íslendingum alltof ofarlega í huga í fyrri hálfleik og það gerði vart við sig smá pirringur í herbúðum Íslands í öðrum leikhluta.

Bekkurinn: Valur Orri kom sterkur af bekknum strax í fyrsta leikhluta og stimplaði sig inn með þrist, baneitraður karlinn. Hann var þó fljótur að næla sér í þrjár villur.

Útslagið: 1.30mín til loka framlengingar þegar Emil Karel setur risavaxinn þrist og kemur Íslandi í 79-72.

Svíar unnu bæði annan og þriðja leikhluta, annan leikhluta 19-15 og þriðja leikhluta 18-15.

Næstum því buzzer: Martin Hermannsson kom Íslandi í 67-65 þegar 3 sekúndur voru eftir en Svíar mættu með buzzerinn og tryggðu framlengingu.

Niðurstaðan: Stigu upp á réttum tíma eftir að hafa verið fremur daprir eftir fyrsta leikhluta. Reynslan sýndi sig á ögurstundu.

Næsti leikur er gegn Noregi á morgun kl. 09.00 að íslenskum tíma.

Textalýsing frá leiknum á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sæmir Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ og fyrrverandi formann KKÍ, gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins vorið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið