S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
||||||
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
Einar og Eggert heiðraðir fyrir 1000 leiki
![]() Einar Þór Skarphéðinsson er fæddur 1968. Hann hóf að dæma 1988, nánar tiltekið nánar tiltekið þann 20. október þegar hann dæmdi leik KR og ÍS í 1. deild kvenna, meðdómari hans þá var Sigurður Valur Halldórsson heitinn. Fyrsti leikur í Úrvalsdeild var 6. mars 1989 þegar Þór Akureyri tók á móti Njarðvík. Leikinn dæmdi Einar með Leifi Garðarssyni og í leikmannahóp Njarðvíkur var meðal annars Friðrik Ragnarsson sem þjálfar Njarðvík í kvöld. Njarvðík vann leikinn 108-81. 1000. leikurinn hans var nú á dögunum í Þorlákshöfn þegar Þórsarar tóku á móti Fjölni í Iceland Express deild karla og meðdómari þar var einmitt Eggert Aðalsteinsson sem dæmdi með honum í gærkvöldi. Einar hefur dæmt 346 leiki í Úrvalsdeild. Eggert Þór Aðalsteinsson er fæddur 1976. Hóf að dæma 1993, nánar tiltekið nánar tiltekið 9. október þegar hann dæmdi leik KR og Keflavíkur í 1. deild kvenna, meðdómari hans þá var Bergur Steingrímsson. Fyrsti leikur sem hann dæmdi í Úrvalsdeild fór fram þann 19. janúar 1995 þegar Njarðvík tók á móti KR. Leikinn dæmdi Eggert með Leifi Garðarssyni og Friðrik Ragnarsson var einnig í leikmannahóp Njarðvíkur þá. Njarðvík vann leikinn 100-88. 1000. leikur Eggerts var á síðasta tímabili þegar Haukar tóku á móti Hamri í Iceland Express deildinni þann 6. janúar. Meðdómari hans var Davíð Kr. Hreiðarsson. Eggert hefur dæmt 294 leiki í Úrvalsdeild. |