
| S | M | Þ | M | F | F | L | 
1  | 
	||||||
2  | 
		3  | 
		4  | 
		5  | 
		6  | 
		7  | 
		8  | 
	
9  | 
		10  | 
		11  | 
		12  | 
		13  | 
		14  | 
		15  | 
	
16  | 
		17  | 
		18  | 
		19  | 
		20  | 
		21  | 
		22  | 
	
23  | 
		24  | 
		25  | 
		26  | 
		27  | 
		28  | 
		29  | 
	
30  | 
		
| 
 Nýr þjálfari hjá A-landsliði kvenna í körfuknattleik 
   
      Mynd: visir.is 
    Næsti þjálfari A-landsliðs kvenna verður Sverrir Þór Sverrisson. Um Sverri Þór: Sverrir er fæddur árið 1975 og hóf ungur að leika körfubolta enda íþróttin vinsæl í hans heimabæ Keflavík. Sverrir hefur alltaf vakið athygli fyrir ósérhlífni, baráttu á leikvelli og metnaði að leika góða vörn. Sverrir lék með yngri landsliðum sem og A-landsliðinu á sínum tíma og svo var hann aðstoðarþjálfari U-20 ára landsliðs karla sem tók þátt í Evrópukeppninni fyrr á þessu ári. Sverrir hefur verið þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur síðustu 2 ár ásamt því að hafa þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin 5 ár. Hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur á árunum 2004 – 2006 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn 2005. Aðstoðarþjálfari Sverris: Anna María Sveinsdóttir verður aðstoðarþjálfari Sverris en þau hafa unnið saman áður með kvennalið Keflavíkur. Önnu Maríu þarf vart að kynna fyrir afrek sín í kvennaíþróttum á Íslandi en þar fer ein af sigursælustu konum allra tíma í hópíþróttum á Íslandi. Norðurlandamót í Noregi 2012: Norðurlandamót A-landsliða fer fram í Osló dagana 23. – 27. maí  |