© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.11.2011 | 8:15 | Kristinn | Evrópuboltinn
Jón Arnór hafði betur gegn Hauki Helga á Spáni
Í gær var söguleg stund í íslenskri körfuboltasögu þegar þeir félagar Jón Arnór og Haukur Helgi mættust í ACB-deildinni á Spáni með liðum sínum Assignia Manresa og CAI Zaragoza.

Tímabilið í ár er það fyrsta sem Ísland á tvo fulltrúa í þessari sterkustu deild Evrópu, og sú sem kemur næst á eftir NBA-deildinni.

Báðir voru þeir félagar í byrjunarliðum sinna liða í gær en leikið var á heimavelli Hauks Helga og félaga í Manresa.

Assignia Manresa leiddi framan af og voru yfir í hálfleik. Jón Arnór og félagar enduðu hinsvegar á góðum 4. leikhluta sem þeir unnu 34:21 og sigruðu leikinn eftir að hafa verið undir framan af, lokatölur 74:81.

Jón Arnór stóð sig vel, var með 20 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar á aðeins 18 mínútum sem hann spilaði sem verður að teljast mjög gott. Haukur Helgi stóð sig líka vel og var með 6 stig á þeim 12 mínútum sem hann lék, en hann hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum.

Það helsta úr leiknum í gær.

Mikið hefur verið um að vera hjá íslensku körfuboltafólki það sem af er á þessu tímabili. Sem dæmi má nefna Helenu Sverrisdóttur sem lék fyrst kvenna í Euroleague og er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður í Slóvakíu, íslenska landsliðið á sex leikmenn í sænsku úrvalsdeildinni sem eru allir í stórum hlutverkum og Hörður Axel er í efsta sæti með liði sínu Mitteldeutscher sem er í næst efstu deild og stefnir harðbyr á Pro A-deildina á næsta ári. Auk þess eiga Íslendingar fulltrúa í dönsku úrvalsdeildinni, frönsku kvennadeildinni og í ýmsum skólum í Bandaríkjunum og víðar um heiminn.

Það er því sannarlega björt framtíð hjá íslensku körfuboltafólki hér innanlands sem utan.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kolbrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari KR, hugar að meiðslum Darra Hilmarssonar í leik gegn Haukum í febrúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið