© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.11.2011 | 17:56 | Kristinn | KKÍ
Jakob Örn í „Hall of Fame“ Birmingham Southern
Í kvöld mun landsliðsmaðurinn og leikmaður Sundsvall Dragons, Jakob Örn Sigurðarson, vera heiðraður og tekinn inn í „Hall of Fame" hjá Birmingham Southern Collage þar sem hann lék 112 leiki á árunum 2001-2005.

Matthías Orri Sigurðsson, leikmaður U18 landsliðsins og bróðir Jakobs, býr úti um þessar mundir og stundar nám og körfubolta við Mountain Brook High School. Hann mun taka við verðlaununum fyrir hönd bróður síns í kvöld á hófinu, en Jakob á sjálfur leik kl. 18.00 í sænsku deildinni með Sundsvall gegn ecoÖrebro á útivelli.

Jakob var valinn íþróttamaður ársins á lokaári sínu en þá var hann með 15.3 stig að meðaltali í leik. Hann var tvívegis valinn leikmaður All-Big South deildarinnar, tvívegis útnefndur í (All-Tournament Team) lið í hverri umferð á keppninstímabilinu. Hann fór fyrir liði sínu í stigaskori, 15 sinnum var hann stigahæstur og 26 sinnum náði hann tvöfaldri tvennu í leik með BSC, þar af 14 leiki í röð.

Það þykir mikill heiður að vera tekinn inn í frægðarhöll í Bandaríkjunum og hefur Jakob sannarlega unnið fyrir því. Hann er á topplistum í öllum tölfræðiþáttum og má þar nefna sem dæmi:

nr. 1 yfir flestar mínútur spilaðar - 3496
nr. 1 yfir oftast í byrjunarliði - 105 (jafn öðrum leikmanni)
nr. 4 yfir Stigaskor á ferli - 1468
nr. 3 yfir þriggja stiga körfur skoraðar - 223
nr. 7 yfir flestar stoðsendingar - 283

Jakob leiddi BSC til tveggja titla og var annar þeirra sá fyrsti sem skólinn hafði unnið í sögunni í sinni deild.

KKÍ óskar Jakobi til hamingju með heiðurinn.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá lokahófi KKÍ í gamla Broadway í Mjódd.  Jón Sigurðsson og Einar Bollason.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið