© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.9.2011 | 15:42 | Kristinn
Körfuboltaveisla á Króknum á sunnudaginn
Nú hyllir undir það að íþróttahúsið á Sauðárkróki verði opnað aftur eftir parketlögn og hefur verið ákveðið að slá upp vígsluleikjum á sunnudaginn.

Leikirnir verða jafnframt til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð Magnúsar Jóhannessonar og fjölskyldu. Eru það bæði karla- og kvennalið Snæfells sem koma í heimsókn.

Kl. 17.15 hefst leikur framtíðarmeistaraflokks Tindastóls og Iceland Express deildarliðs Snæfells í kvennaflokki.

Helga Einarsdóttir, sem lék alla sína yngri flokka með Tindastóli og er núna A-landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs KR í Iceland Express deildinni, mun spila með heimastúlkum í Tindastóli og verður án efa gaman að sjá Helgu á nýjan leik í Tindastólsbúningnum ásamt framtíðar leikmönnum meistaraflokksins, sem fá þarna verðugt verkefni.

Tindastólsliðið verður annars skipað leikmönnum frá 8. flokki og upp í stúlknaflokk. Snæfell verður án þriggja sterkra leikmanna, þeirra Hildar Sigurðardóttur, Öldu L. Jónsdóttur og erlends leikmanns.

Kl. 19.15 munu lið Tindastóls og Snæfells í karlaflokki leiða saman hesta sína og verður þar án efa um hörkuleik að ræða.

Snæfellsliðið er gríðarlega sterkt og hefur á að skipa mörgum frábærum leikmönnum. Trey Hampton sem Tindastólsliðið hefur samið við fyrir veturinn kom á Krókinn á þriðjudaginn var og mun spreyta sig í fyrsta skiptið með liðinu á sunnudaginn. Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson mun einnig leika sinn fyrsta leik á heimavelli á sunnudaginn

Leikirnir verða fjáröflun fyrir Magnús G Jóhannesson og fjölskyldu en Magnús lamaðist fyrr á árinu í slysi. Rennur ágóði af leiknum í styrktarsjóð fjölskyldunnar.

Dómarar leiksins verða ekki af verri endanum, en þeir koma þrír saman og er um sannkallað stórskotalið að ræða; Sigmund Má Herbertsson, Rögnvald Hreiðarsson og Kristinn Óskarsson, en allir eru þeir í hópi bestu og reyndustu dómara landsins og í tilefni dagsins ætlar þeir að gefa alla sína vinnu í styrktarsjóð Magnúsar og fjölskyldu.

Nokkrir aðilar hafa lagt körfuknattleiksdeildinni lið við skipulagningu þessa viðburðar, má þar nefna veitingastaðinn Hard Wok og hinn sívinsæla Staðarskála í Hrútafirði auk Bílaleigunnar AVIS. Eru þessum aðilum færðar sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.

Nú er um að gera að fagna þessum tímamótum í íþróttalífinu í Skagafirði, sjá endurbætt íþrótthús, horfa á tvo skemmtilega körfuboltaleiki og láta um leið gott af sér leiða. Íþróttahúsið á Sauðárkróki er eftir þessar breytingar eitt albesta körfuboltahús á landinu en körfurnar þykja í heimsklassa og ekki versnar húsið við hið glæsilega parketgólf sem komið er á.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Linda Stefánsdóttir úr ÍR og Valsmaðurinn Magnús Matthíasson voru útnefnd bestu leikmenn efstu deild Íslandsmótsins vorið 1992 á lokahófi KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið