© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.9.2011 | 9:00 | Hannes | FIBA
Framfaraskrefin augljós
Væntingar til lokakeppni Evrópumóts karla sem fór fram í Litháen núna í september sem lauk með sigri Spánar síðastliðinn sunnudag, voru miklar hjá forsvarsmönnum körfuboltans í Evrópu af nokkrum ástæðum.

Ein af ástæðunum var sú að körfuboltinn er þjóðaríþrótt í Litháen og voru heimamenn búnir að undirbúa mótið í nokkur ár, áhuginn og spennan því mikil hjá mörgum íbúum landsins.

Daglegt líf í Litháen snýst mikið um körfubolta og mátti greinilega sjá það á meðan mótinu stóð. Í tilefni af EM lét Seðlabanki Litháens útbúa sérstaklega eina litháíska lítru sem körfubolta sem var notuð eins og hver önnur mynt í daglegum viðskiptum. Mótshöldurum og íbúum Litháen tókst ætlunarverk sitt, öll framkvæmd og skipulag var til mikillar fyrirmyndar.

24 þjóðir í úrslitum
Nú í fyrsta sinn voru 24 þjóðir sem tóku þátt í lokakeppninni í stað 16. Þessi breyting var svo sannarlega velheppnuð og ótti margra að gæði mótsins myndi minnka var ekki á rökum reist. Vonandi er þetta fyrirkomulag komið til að vera því að fleiri þjóðir hafa gæðin og getuna til ad spila á þessu sviði.

Þessi ákvörðun sýnir dirfsku stjórnar FIBA Europe undir stjórn Ólafs Rafnssonar, rétt ákvörðun var tekin með hagsmuni körfuboltans ad leiðarljósi. Margir frábærir leikir, óvænt úrslit, og glæsilegur körfubolti var spilaður.

Frændur okkar Finnar nutu góðs af þessari breytingu og komust inn í lokakeppnina á lokasprettinum. Þrátt fyrir það höfðu þeir fullt erindi í keppnina og gerðu sér lítið fyrir og komust í milliriðla og þar með í hóp 12 bestu þjóða i Evrópu. Finnar hafa verið að keppa á undanförnum árum á svipuðum stað og Ísland. Einng komust Georgíumenn í hóp 12 bestu þjóðanna en Georgíumenn voru í riðli með Íslandi fyrir nokkrum árum. Frækinn sigur strákanna á Georgíu í Laugardalshöll er ennþá mörgum enn ferskur í minni. En lið Georgíumanna er svipað skipað nú á EM eins og var þá í Laugardalshöllinni. Fleiri lið sem hafa spilað við Ísland á undanförnum árum komust í lokakeppnina að þessu sinni og stóðu sig vel.

Litla liðið sem fór í undanúrslit
Lið Makedóna var ótvírætt eitt af sigurvegurum keppninnar þrátt fyrir að hafa ekki hreppt gullið. Makedónar komust í undanúrslit eftir sigur á Litháen og er sigur þeirra á heimamönnum talin ein af óvæntari úrslitum í sögu EM. Einnig unnu Makedónar Grikki og var það stórsigur fyrir Makedóníu í ljósu sögunnar á milli þessarar tveggja þjóða.

Ein undankeppni fyrir alla
Annað gæfuspor fyrir evrópskan körfubolta er að hætt hefur verið að skipta liðum í A og B deildir í EM A-landsliða eins og áður hefur komið fram. Núna munu öll löndin sem skrá sig í Evrópukeppnina fara í sömu keppnina um að komast á næsta lokamót sem haldið verður í Slóveníu eftir tvö ár. Átta lið hafa tryggt sér þáttöku þar nú þegar; Slóvenía sem gestgjafar, Bretland sem mótshaldari ÓL Í London 2012 og svo sex efstu þjóðirnar frá nýlokinni keppni í Litháen.

Að knýja fram þessa breytingu var eitt af þeim málum sem Ólafur Rafnsson lagði fram eftir að hann tók við sem forseti FIBA Europe.

Mörg verk eru enn óunnin til að gera körfuboltan í Evrópu enn stærri en það verður að segja að á því rúmlega eina ári sem liðið er frá því skipt var um forseta FIBA Europe þá hafa stór framfaraskref verið tekin nú þegar og ljóst er að framíðin er mjög spennandi fyrir evrópskan körfubolta.

Til hamingju Litháen og FIBA Europe með stórkostlega lokakeppni Evópukeppni A-landsliða karla 2011!

Hannes S. Jónsson
Formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Bollason tekur viðtal við Anfernee “Penny” Hardaway í Phoenix í Bandaríkjunum
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið