S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
17.9.2011 | 9:20 | Kristinn | FIBA
EM í Litháen: Úrslitin klár
Það verða nágrannarnir Spánn og Frakkland sem mætast í úrslitaleiknum um Evrópumeistaratitilinn í ár eftir að liðin sigruðu í undanúrslitunum í gær. Frakkar hafa aldrei farið í úrslitaleikinn í sögunni og voru þar með að vinna sinn fyrsta undanúrslitaleik og urðu þar með fyrstir til að leggja Rússa í keppninni. Spánverjar eru á leiðinni í þriðja úrslitaleikinn í röð, en þeir töpuðu fyrir Rússum fyrir 4 árum en eru núverandi Evrópumeistarar og eiga tækifæri á að verja titilinn. Juan Carlo Navarro var ótrúlegur í leiknum í gær, var með 36 stig, þar af 19 í þriðja leikhluta og var óstöðvandi en Pau Gasol var með 22 stig og 17 fráköst að auki. Búast má við frábærum úrslialeik þar sem valinn maður er í hverri stöðu í báðum liðum, Frakkar eru með mikla íþróttamenn og verður gaman að sjá baráttuna í kringum körfuna, en það verður ærið verkefni hjá þeim að stoppa Gasol-bræður í liði spánverja. Það verða því Makedónía og Rússland sem leika um bronsið á morgun, sunnudag áður en úrslitaleikurinn hefst um gullið. Makedónía hefur sannarlega komið á óvart í keppninni með því að komast í undanúrslit og var fagnað vel og lengi af sínum stuðningsmönnum ásamt því að stuðningsmenn spánverja hvöttu þá að auki og kölluðu "Makedonía, Makedónía" þegar þeir voru að yfirgefa völlinn sem var flott hjá þeim. Í dag verður leikið um sæti, Slóvenía og Serbía leika um 7. sætið og Grikkland mætir heimmönnum Litháum um 5. sætið. Að auki verður í dag Stjörnuleikur U18 ára drengja en þar leika efnilegustu leikmenn Evrópu. |