© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.9.2011 | 8:59 | Kristinn | FIBA
EM í Litháen: Dagur 2


Í gær byrjaði Evrópukeppnin í Litháen af fullum krafti og fóru fyrstu 12 leikir mótsins fram í gær. Í dag er svo komið að næstu tólf leikjum og þar eru nokkrir athyglisverðir leikir á dagskránni.

Nágrannarnir Portúgal og Spánn mætast, en fyrirfram á Spánn að hafa öruggan sigur. Portúgal var síðasta liðið til að komast inn á mótið eftir umspil og spánverjar eru gríðarlega sterkir líkt og undanfarin ár og eru fyrirfram líklegir til að fara langt í ár.

Finnar eru eina norðurlandaþjóðin á EM og eru þeir að leika í annað sinn í lokakeppninni. Þeir mæta sterku liði Grikkja í dag, en töpuðu naumt fyrir Króatíu í gær eftir að hafa verið í jöfnum leik fram á síðustu mínútur.

Fyrrum samlandar Bosníu og Svartfjallalands mætast, en Svartfjallaland er í fyrsta sinn að keppa á EM, en þeir voru að hefja leik sem þjóð árið 2009 þegar þeir léku í riðli með Íslandi og heimsóttu okkur heim í Laugardalshöllina.

Ítalía og Þýskaland mætast einnig í dag en Ítalía er með sterkara lið en þeir hafa verið með undanfarin ár og Þýskaland með Dirk Nowitzki (25 stig) og Chris Kaman (18 stig, 10 fráköst) í fararbroddi sigruðu Ísrael í gær.

Allir leikirnir eru í beinni tölfræðilýsingu á eurobasket2011.com og hægt er að kaupa aðgang að beinum útsendingum á FIBATV.com.

Hér til hægri á heimasíðu KKÍ.is er yfirlit yfir leikjum dagsins.

Leikir dagsins:
Portúgal · Spánn
Lettland · Serbía
Bosnía · Svartfjallaland
Búlgaría · Belgía
Bretland · Tyrkland
Ísrael · Frakkland
Finnland · Grikkland
Georgía · Rússland
Póland · Litháen
Ítalía · Þýskaland
Makedónía · Króatía
Úkraína · Slóvenía
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Svona á að fagna!    Krakkarnir úr íslensku liðunum fögnuðu vel og innilega á Norðurlandamótinu árið 2004. En þrjú af fjórum liðum Íslands stóðu uppi sem sigurvegarar og til að fagna góðum árangri skelltu liðin sér í sturtu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið