© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.7.2011 | 0:55 | FÍR
Umfjöllun um U-20 ára landsliðið
Í gær lauk A og B-deildum í Evrópukeppni U-20 ára landsliða þar sem íslenska liðið lék í B-deild í Sarajevo.

A-deildin fór fram í Bilbao á Spáni og voru það heimamenn sem sigruðu Ítali í úrslitaleiknum í dag 82:70

B-deildin fór fram í Sarajevo eins og lesendur kki.is vita þar sem Ísland var á meðal þátttökuþjóða.

Fyrirkomulag Evrópukeppni yngri landsliða:

Tvö efstu liðin í B-deild verða í A-deild að ári og það sama á við um tvö neðstu liðin í A-deild, þau verða í B-deild að ári.

Þessi háttur er hafður á í öllum árgöngum Evrópukeppnanna, U-16, U-18 og U-20 karla og kvenna fyrir þá sem ekki vita hvernig keppnisfyrirkomulagið er.

Upp úr B-deild U-20 ára keppninnar voru það lið Georgíu og Eista sem unnu sér inn þann rétt að leika í A-deild að ári.

Þau lið sem féllu úr A-deild og verða í B-deild U-20 karla á næsta ári eru Austurríki og Króatía en Litháen vann Austurríki í síðasta leik sem var úrsliteikur um hvort liðið færi með Króötum í B-deild á næsta ári.

Það eru stórfréttir þegar lið eins og Króatía og Litháen eru við það að falla eða falla í B-deild en þessar þjóðir teljast til stórþjóða í körfubolta. Þetta sýnir þá miklu breidd sem er í körfuboltanum og hversu margar þjóðir eru að blanda sér í baráttuna um að vera á meðal þeirra bestu.

Þátttaka Íslands á mótinu:

Ísland endaði í 14. sæti eftir tap gegn Stóra Bretlandi í gær í leik um 13. sætið á mótinu. Bæði lið voru að leika án toppleikmanna en Haukur Helgi hélt til Sundsvall með flugi strax eftir sigurinn gegn Hollandi og Ryan Richards leikmaður Breta var meiddur og gat ekki leikið.

Þetta lið, þ.e. leikmenn fæddir 1991 eða seinna lenti í 13. sæti í Evrópukeppninni árið 2009 í U-18 ára keppninni. Það má því segja að liðið sé nánast á pari við þann árangur en hafa skal í huga að oft hefur bilið aukist þegar árgangar okkar verða eldri og lið skipuð fleiri árgöngum en einum eða tveimur. Þá hafa stærri þjóðir einfaldlega meiri breidd til að vinna með.

Íslensk landslið hafa oft náð athyglisverðum árangri í yngstu landsliðunum en svo hefur róðurinn þyngst hjá eldri liðunum þannig að með það í huga þá mega drengirnir í U-20 ára liðinu vel við una og ljóst að þar eru á ferðinni famtíðarlandsliðsmenn.

Frammistaða liðsins á mótinu:

U-20 ára landsliðið var að leika vel á mótinu heilt yfir og hefði getað unnið fleiri leiki.

Sigrar náðust gegn Hvíta Rússlandi og Hollandi. Töp í hörkuleikjum gegn Bosníu, Ísrael og Stóra Bretlandi voru ansi erfið og reyndu á hópinn þar sem liðið var að leika virkilega vel og var svo nálægt því að vinna þá alla.

Töpin gegn Belgum og Finnlandi voru með þeim hætti að eins og leikirnir spiluðust þá var eiginlega aldrei mikil von um sigra.

Fyrri hálfleikur gegn Belgum var slakur og allur leikurinn á móti Finnum var flatur og leikmenn að leika undir getu. Belgar voru með hörkulið og margir spáðu þeim upp í A-deild en það náðist ekki hjá þeim. Finna eigum við að geta unnið.

Þess má geta að besti leikmaður U-20 ára liðs Finna Sasu Salin fæddur 1991 lék ekki með Finnum í Bosníu en hann er með A-landsliðinu í undirbúningi þess fyrir leikina gegn Portúgal og Ungverjalandi sem fara fram í ágúst sem skera úr um hvort liðið fer í lokaúrslitin í Litháen í september. Sasu Salin skoraði 9 stig í sigri Finna á okkur á Norðurlandamóti A-landsliða í gær.


Það er eitt og annað sem hægt er að draga lærdóm af eftir þetta verkefni U-20 ára landsliðsins og verður sest niður og farið yfir það á næstunni ásamt öðrum þáttum í afreksstarfinu sem eru í skoðun um þessar mundir.

Meira um afreksstarfið og hvað er á döfinni verður sett á heimasíðu sambandsins fyrir haustið.Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hlynur Bæringsson áritar plakat eftir sigurleik á Dönum í Laugardalshöll 77:71 þann 10. september 2008
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið