© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.7.2011 | 17:16 | Kristinn | Landslið
NM 2011: Svíar sigruðu 74:62 í fyrsta leiknum
Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð gegn heimamönnum.

Lokatölur urðu 74:62 svíum í vil, en svíar jöfnuðu með flautukörfu um leið og fyrri hálfleik lauk, staðan í hálfleik var 36:36, en Ísland hafði verið yfir allan leikinn fram að því.

Svíar komu ákveðnari til leiks eftir hlé því þeir skoruðu 10 fyrstu stig leiksins. Mikil barátta og þrek fór í að vinna upp muninn en munurinn var lengi vel 5 stig og íslensku strákarnir oft nálægt því að jafna leikinn. Svíar náðu þó að svara fyrir sig á mikilvægum augnablikum og höfðu að lokum sigur.

Í ljósi þeirra hörmulega atburða sem áttu sér stað í Noregi var mínútuþögn í dag í leikjum dagsins og á morgn munu öll liðin spila með sorgarbönd til að votta norsku þjóðinni samúð og samhug. Allir hér á norðurlandamótinu eru harmi slegnir yfir þeim vofeiglegu atburðum sem hafa átt sér stað hjá frændum okkar. Norska liðið mætti í dag á keppnisstað og æfðu í kvöld en leikur þeirra er á morgun gegn svíum.

Því miður var tölfræðilýsingin ekki í beinni en verið er að lagfæra það svo leikirnir verði aðgengilegir á morgun og það sem eftir lifir af mótinu.

Jón Arnór Stefánsson meiddist á öxl eftir einungis þriggja mínútna leik, en hann hvíldi það sem eftir lifði leik eftir að læknir hafði skoðað meiðslin. Þau eru ekki talin alvarleg en það kemur í ljós á morgun hvernig verður með framhaldið.

Helsta tölfræði úr leiknum í kvöld:
Stigahæstur Íslendinga var Jakob Örn Sigurðarson með 22 stig en næstur kom Hlynur Bæringsson með 12 stig, hann tók einnig 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en lenti snemma í villuvandræðum. Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig og tók 10 fráköst, Helgi Magnússon skoraði 5 stig, Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu 3 hvor. Finnur Atli Magnússon, Ólafur Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu 2 stig hver en Hörður fékk sína fimmtu villu í þriðja leikhluta.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hjalti Kristinsson leikmaður KR b sækir að Grindvíkingum í leik liðanna í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið