© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.7.2011 | 15:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Brynjar Þór #4
Í dag var tilkynnt hvernig liðið er skipað sem heldur á morgun út til Svíþjóðar á NM 2011. Fram að fyrsta leik munum við kynna leikmennnina en við fengum þá til að svara nokkrum léttum spurningum.

Fyrstur er leikmaður í treyju nr. 4 en það er skotbakvörðurinn Brynjar Þór sem samdi nýverið við Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni og mun því halda af landi brott í haust.

Fullt nafn: Brynjar Þór Björnsson
Hæð: 192cm
Aldur: 23ára

Gælunafn: Binni
Giftur / sambúð? Sambúð með Sigurrós Jónsdóttur
Börn: Ekki enn

Hvað eldaðir þú síðast? Spænska tortillu og spænskan saltfisksrétt...heppnaðist hrikalega vel svo ég segi nú sjálfur frá

Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Stefni á að borða ekki aftur grillaðan hálskirtil úr belju, Argentínumönnum finnst það voðalega gott en mér ekki.

Hvað seturðu á pizzuna þína? Amor á Eldsmiðjunni er ansi góð!

Uppáhalds vefsíða? karfan.is stendur alltaf fyrir sínu.

Frægasti vinur þinn á Facebook? Haukur Pálsson

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Nei, en finnst gott að fá mér Serrano og setjast svo á Íslensku kaffistofuna og fá mér einn sterkan kaffibolla og kíkja á þessi helstu tímarit.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Michael Jordan var auðvitað goð í augum mínum en hér heima var það Teitur Örlygsson og Ósvaldur Knudsen.

Erfiðasti andstæðingur? Jón Arnór Stefánsson

Sætasti sigurinn? 2007 á móti Njarðvík.

Mestu vonbrigði? Að tapa þremur heimaleikjum í röð í undanúrslitunum 2010

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Dirk Nowitzki

Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Það er alltaf gaman að rifja upp slagsmálin í Monaco þegar Kýpverjar fóru á kostum.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Fyrsti úrvalsdeildarleikurinn var á móti Hamar/Selfoss haustið 2004.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Ættaróðalið Ingunnarstaðir

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég þurfti að labba heim frá sundlauginni í Laugardal á skýlunni, World Class var búið að loka en ÍTR hafði ennþá opið svo ég komst ekki inn í World Class og þurfti því að labba heim á tánnum.

Hver á ljótasta bílinn í liðinu? Hef ekki hugmynd

Hver er fyndnastur í liðinu? Óla Óla er hress og kátur enda nýliði sem á að sjá um að skemmta öðrum.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um:

Uppáhalds:
Lið í NBA: Chicago Bulls
Lið í Evrópska körfuboltanum: Barcelona
Leikmaður í körfu: Dirk Nowitzki
Erlenda hljómsveit: Coldplay engir sem toppa þá á tónleikum
Innlenda hjlómsveit: Cosmic Call
Bíómynd: The Godfather I & II

Sjónvarpssería: Entourage og Dexter
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrstu Íslandsmeistararnir fengu ekki verðlaunagrip ti eignar 1952. KKÍ færði hins vegar hverjum og einum meistaranna úr ÍKF fallegan grip mörgum árum síðar. Hér er Ingi Gunnarsson fyrirliði fyrstu meistaranna úr ÍKF með grip sinn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið